Tónkvíslin haldin í fimmta sinn-Bryndís Elsa og Valdís sigruđu.

Um nýliđna helgi fór söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum, Tónkvíslin, fram í íţróttahúsinu á Laugum. Salurinn var ţéttsetinn en sextán söngatriđi voru

Valdís Jósefsdóttir. Ljósm. ÖHÖ
Valdís Jósefsdóttir. Ljósm. ÖHÖ

Um nýliðna helgi fór söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum, Tónkvíslin, fram í íþróttahúsinu á Laugum. Salurinn var þéttsetinn en sextán söngatriði voru flutt á sviðinu þetta kvöld. 

Keppnin var tvískipt, annars vegar framhaldskólaatriði og svo atriði frá grunnskólum. Sigurvegari í framhaldskólakeppninni tekur svo þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer í vor.

 

Í framhaldsskólakeppninni var það Bryndís Elsa Guðjónsdóttir sem fór með sigur af hólmi, en hún söng lagið Gravity með Söru Bareilles. Í öðru sæti varð Þorbjörg Eva Magnúsdóttir, eða Obba, og í þriðja sætti var kvartett skipaður þeim Örnu Kristínu Sigfúsdóttur, Gígju Valgerði Harðardóttur, Indíönu Þórsteinsdóttur og Rögnu Baldvinsdóttur.

Grunnskólakeppnin fór þannig að Valdís Jósefsdóttir frá Borgarhólsskóla sigraði með laginu My Immortal eftir Evanescence, í öðru sæti varð dúettinn Auður Katrín Víðisdóttir og Rakel Ösp Aðalsteinsdóttir og í þriðja sæti urðu svo tríóið Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Ruth Ragnarsdóttir.

Þess má svo geta að strákarnir í SOS sáu um undirleikinn í keppninni.

Bryndís Elsa Guðjónsdóttir mun syngja fyrir Laugaskóla í söngkeppni Framhaldsskólanna í ár eftir að hafa borið sigur úr býtum í Tónkvíslinni.

Ásgerður, Berglind og Ruth náðu þriðja sæti í grunnskólakeppninni.

Meðfylgjandi myndir tók Örlygur Hnefill Örlygsson.

 

Tengdar fréttir

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744