"Eru Völsungi og sveitarfélaginu til sóma"

Eins og komiđ hefur fram nokkuđ reglulega hér á 640.is hafa ţeir Sigvaldi Ţór Einarsson og Hafţór Mar Ađalgeirsson veriđ međal nokkurra Völsunga sem

"Eru Völsungi og sveitarfélaginu til sóma"
Almennt - - Lestrar 807

Sigvaldi. Ţorvaldur og Hafţór. Ljósm. Sveinbj.
Sigvaldi. Ţorvaldur og Hafţór. Ljósm. Sveinbj.

Eins og komið hefur fram nokkuð reglulega hér á 640.is hafa þeir Sigvaldi Þór Einarsson og Hafþór Mar Aðalgeirsson verið meðal nokkurra Völsunga sem kallaðir hafa verið til æfinga með yngri landsliðum Íslands í vetur.

Þeir kappa eru fyrir sunnan þessa helgina líkt og margar aðrar því æfingarnar í haust og vetur eru komnar yfir tuttugu.

 

Sveinbjörn „sjúkraþjálfari“ Sigurðsson sendi 640.is myndir af strákunum og Þorvaldi syni sínum sem hann tók í dag í Egilshöll. Þorvaldur er FH-ingur í dag, en eitt sinn Völsungur ávallt Völsungur. Hann hefur æft með U17 ára liðinu í vetur líkt og Sigvaldi og Hafþór.

Sveinbjörn sagði strákana hafa staðið sig vel á æfingum og lagt á sig mikil ferðalög til að geta æft með liðinu. Þeir væru Völsungi sem og bæjarfélaginu til mikils sóma en athygli vekur að enginn leikmaður frá Akureyri er í hópnum. Þá eiga Reykjavíkur-stórveldin Fram og Valur engan leikmann í þessum hóp.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744