Fjör á ţorrablóti 8. bekkjar.

Hann var ţjóđlegur andinn sem sveif yfir vötnum í sal Borgarhólsskóla sl. föstudagskvöld ţegar ţorrablót 8. bekkjar var haldiđ ţar. Ţađ er fyrir löngu

Fjör á ţorrablóti 8. bekkjar.
Almennt - - Lestrar 638

Stjarna kvöldsins.
Stjarna kvöldsins.

Hann var þjóðlegur andinn sem sveif yfir vötnum í sal Borgarhólsskóla sl. föstudagskvöld þegar þorrablót 8. bekkjar var haldið þar. Það er fyrir löngu komin hefð á það í skólanum að nemendur í 8. bekk haldi þorrablót. Til blótsins bjóða þau foreldrum sínum eða öðrum skyldmennum ásamt þeim starfsmönnum skólans sem koma að bekknum.

 

 

 Á meðan borðhaldi stóð voru skemmtiatriði nemenda og foreldra. Það ríkir alltaf töluverð eftirvænting þegar að þeim kemur og ekki síst eftir atriði foreldra. Það er skemmst frá því að segja að þeir slógu í gegn . Atriðið gekk út á að kynna þjóðlegar íþróttir eins og glímu, sjómann og krumlu og þá flutti hljómsveit þjóðleg lög undir. Að öðrum ólöstuðum var Björgvin R. Leifsson stjarna kvöldsins þegar hann söng lagið Jón var kræfur karl og hraustur í útsetningu Þursaflokksins.

 Krakkarnir hafa á undanförnum vikum æft gömlu dansana undir stjórn Halldórs skólastjóra og að borðhaldi loknu voru gömlu dansarnir dansaðir áður en diskóið tók völdin.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744