Fjölmenni viđ upphaf Mćrudaga.

“Ţetta er alveg meirháttar, viđ Gunna Stína eru alveg í skýjunum međ viđbrögđ bćjarbúa” sagđi Hjálmar Bogi Hafliđason ađ lokinni setningu

Fjölmenni viđ upphaf Mćrudaga.
Almennt - - Lestrar 857

Fjölmenni var á hafnarstéttinni í kvöld.
Fjölmenni var á hafnarstéttinni í kvöld.

“Þetta er alveg meirháttar, við Gunna Stína eru alveg í skýjunum með viðbrögð bæjarbúa” sagði Hjálmar Bogi Hafliðason að lokinni setningu Mærudaganna niðri hafnarstétt í kvöld. Hjálmar Bogi sagði viðbrögð bæjarbúa hverfalitunum stórkostleg og gaman að sjá þá keppast við að skreyta bæinn.

 

Dagskráin í dag hófst með því að komið var saman á þrem svæðum í bænum, appelsínugulir á íþróttavellinum, grænir í skrúðgarðinum og bleikir á túninu við Hjarðarholt. Þarna var grillað og farið í leiki áður en haldið var í skrúðgöngur, hver þeirra í sínum lit,  niður á hafnarstétt þar sem þær mættust og litablöndun átti sér stað. Þar voru flutt skemmtiatriði frá hverju hverfalit fyrir sig áður en mæru var dreift yfir mannfjöldann sem talið er að hafi verið á milli fimm og sexhundruð manns.

Í gamla samkomuhúsinu voru Kveðandi og Strákabandið með sína venjubundnu mærudagssamkomu og pöbbastemming var á Gamla- Bauk og Sölku.

 

 

 

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744