N.G. Explorer kom og fór í morgun

Eins og sagði á 640.is í gær var von á fyrsta skemmtiferðaskipi sumarsins til Húsavíkur í morgun.Og það gekk eftir því um sjö leytið í morgun lagðist

N.G. Explorer kom og fór í morgun
Almennt - - Lestrar 297

N.G.Explorer við Bökugarðinn í morgun.
N.G.Explorer við Bökugarðinn í morgun.

Eins og sagði á 640.is í gær var von á fyrsta skemmtiferðaskipi sumarsins til Húsavíkur í morgun.Og það gekk eftir því um sjö leytið í morgun lagðist N.G. Explorer við Bökugarðinn þar sem rútur frá Fjallasýn Rúnars Óskarssonar biðu farþeganna sem eru um 150.

 

Farið var með farþegana í skoðunarferðir, fyrst um bæinn þar sem m.a. Hvalasafnið var skoðað en síðan í Mývatnssveit og að Goðafossi. Þaðan er svo ekið til Akureyrar þar sem farþegar stíga aftur um borð í skipið sem hélt frá Húsavík kl. 10 í morgun eftir stutt stopp.

 

N.G. Explorer, sem heitir fullu nafni National Geographic Explorer, er 6167 lestir og skráð með heimahöfn á Bahamas. Ferð skipsins, sem eins og nafnið bendir til svokallað leiðangraskip, hófst í Bergen og endar í Reykjavík þar sem skipt verur um farþega. Þaðan verður svo sama leið farin til baka til Bergen og einsog áður segir verður skipð aftur hér í næstu viku.

 

 

Eins og kannski einhverjir muna sökk skip að nafni Explorer í nóvember 2007 við Suðurskautslandið eftir að hafa rekist á ísjaka.National Geographic Explorer sem kom í stað þess skips var sjósett 2008 og byggir hönnun skipsins á áralangri reynslu af rannsóknarleiðöngrum.  Um borð er hvers kyns útbúnaður og græjur til náttúru-skoðunar, auk gúmmíbáta og kajaka má nefna neðansjávar hljóðnema og myndavélar, fjarstýrðan smákafbát o.fl.

 

Á heimasíðu  má finna tengingar á ýmsar upplýsingar um skipið.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744