Nemendur 10. bekkjar sýna Dýrin í Hálsaskógi

Ţađ er gróskumikiđ leiklistarstarf í Borgarhólsskóla um ţessar mundir en nemendur 10. bekkjar frumsýna nćstkomandi föstudag Dýrin í Hálsaskógi í sinni

Nemendur 10. bekkjar sýna Dýrin í Hálsaskógi
Almennt - - Lestrar 351

Pétur Helgi leikur Bangsa litla.
Pétur Helgi leikur Bangsa litla.

Það er gróskumikið leiklistarstarf í Borgarhólsskóla um þessar mundir en nemendur 10. bekkjar frumsýna næstkomandi föstudag Dýrin í Hálsaskógi í sinni eigin útgáfu. Verkið gerist í fangelsi og persónurnar eru menn en ekki dýr. Því má kannksi segja Fólkið í Fangaskógi.

 

Þau Anna Bergljót Thorarensen og Snæbjörn Ragnarsson leikstýra verkinu en sýnt verður í gamla Samkomuhúsinu á Húsavík. Allir nemendur bekkjarins leggja mikið á sig við uppsetningu verksins enda liður í fjáröflun 10. bekkjar en líkt og undanfarin ár fara nemendur 10. bekkjar í skólaferðalag í lok skólaarsins. Því er ástæða til að hvetja fólk til að fara og sjá þessa sérstöku sýningu og styrkja um leið nemendurna og njóta menningarinnar sem æskan býður upp á.

Leikhópurinn stillti sér upp til myndatöku á æfingu.

Fleiri myndir sem Hafþór Hreiðarsson tók á æfingu má sjá hér

 

Tengdar fréttir

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744