Vlsungsstlkur tpuu Hornafiri.rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 236 - Athugasemdir ( )
Völsungstúlkurnar fóru á Hornafjörð í dag og öttu kappi við Sindra í B riðli 1. deildar. Leikurinn fór fram á Sindravelli og lauk honum með sigri heimastúlkna 2-1 og skoraði Gulla Sigga mark Völsunga.
Annars segir http://www.fotbolti.net/ svo frá:
Sindri tók á móti Völsung í B riðli 1.deildar kvenna í dag á
Sindravelli á Hornafirði. Fyrir leikinn var Sindri án stiga eftir einn leik sem tapaðist 2-3 á móti Hetti. Völsungur var hinsvegar með 3 stig eftir 9-0
stórsigur gegn Tindastól.
Sindri 2 – 1 Völsungur
1-0 Jóna Benny Kristjánsdóttir (21.)
1-1 Guðlaug Sigríður Magnúsdóttir (80.)
2-1 Heba Björg Þórhallsdóttir (83.)
Jóna Benny Kristjánsdóttir opnaði markareikning Sindrastúlkna með marki á 21.mínútu og kom
Sindra í 1-0 og þannig var staðan þegar Miralem Haseta dómari leiksins flautaði til hálfleiks.
Guðlaug Benny Kristjánsdóttir jafnaði metin fyrir Völsung á 80.mínútu í 1-1. Það var
síðan Heba Björg Þórhallsdóttir sem skoraði sigurmark Sindra á 83.mínútu og tryggði
Sindra öll þrjú stigin í dag.
Næsti leikur í B riðli 1.deildar kvenna er fimmtudaginn 12.júní þar sem Höttur og Völsungur eigast við á Vilhjálmsvelli kl. 20.00 en
Höttur er með fullt hús stiga eftir 2 leiki.
Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Valur Gunnarsson.
Athugasemdir