Umfjöllun: Frábćr sigur á Fjölni

Kvennaliđ Völsungs mćtti í borg bleytunnar til ţess ađ spila gegn Fjölnisstúlkum í gćr, sunnudag. Borgin tók á móti stúlkunum međ ausandi rigningu og voru

Umfjöllun: Frábćr sigur á Fjölni
Íţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 1133 - Athugasemdir ()

Stelpurnar fagna marki fyrr í sumar
Stelpurnar fagna marki fyrr í sumar

Kvennaliđ Völsungs mćtti í borg bleytunnar til ţess ađ spila gegn Fjölnisstúlkum í gćr, sunnudag. Borgin tók á móti stúlkunum međ ausandi rigningu og voru vallarađstćđur skemmtilegar til knattspyrnuiđkunar. Ekki mátti sjá marga Fjölnisađdáendur í stúkunni en hún var gjörsamlega einokuđ af Húsvíkingum.

Byrjunarliđ Völsungs: Anna Guđrún Sveinsdóttir, Elma Rún Ţráinsdóttir, Jóney Ósk Sigurjónsdóttir, Ásrún Ósk Einarsdóttir, Anna Halldóra Ágústsdóttir, Dagbjört Ingvarsdóttir, Berglind Ósk Kristjánsdóttir, Ţórunn Birna Jónsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Ruth Ragnarsdóttir(Unnur Mjöll Hafliđadóttir'90), Helga Björk Heiđarsdóttir.

Fréttaritari mćtti örlítiđ eftir ađ leikur hófst en frétti hjá viđstöddum ađ hann hefđi ekki misst af miklu. Ađ sjálfsögđu var undirritađur á bolnum en fékk ţó lánađa brúna úlpu á svćđinu sem tónađi sérstaklega vel viđ brúnar buxurnar! 

Völsungsliđiđ reyndi stutt spil úti á velli á međan ţćr höfđu boltann sem leit vel út ţótt oftast vćri ekki um nćgilega góđa ákvörđunartöku ađ rćđa á síđasta hluta vallarins. Fjölnisliđiđ var meira tilbúiđ í ađ stjórna framan af leik en sterkur varnarmúr Völsunga međ örugga Önnu Guđrúnu fyrir aftan sig átti aldrei í vandrćđum međ ţađ. Fjölnisstúlkur áttu tvćr skottilraunir utan af velli sem Anna Guđrún sá örugglega viđ.

Á 41.mínútu kom fyrsta mark leiksins. Gott miđjuspil skilađi boltanum út til vinstri á Ruth sem lyfti boltanum inn fyrir varnarlínu heimastúlkna í hlaupalínu Huldu Óskar. Markvörđur Fjölnis rauk út í boltann en Hulda Ósk var á undan, nikkađi boltanum framhjá henni og klárađi ţröngt fćriđ af mikilli yfirvegun. 1-0 fyrir Völsungi og stelpurnar sem og Völsungar á pöllunum fögnuđu gríđarvel. Stađan ţví 1-0 í hálfleik.

Fjölnisstúlkur lágu ţungt á gestunum í síđari hálfleik án ţess ađ skapa sér dauđafćri, en varnarleikur okkar var mjög svo yfirvegađur. Viđ áttum ţó ágćtis skyndisóknir og í eitt skiptiđ virtist sem ađ Helga Björk vćri tekin niđur í teignum en ákaflega smávaxinn dómari leiksins var ekki á sama máli.  

Stuttu síđar vann Helga Björk skallabolta á miđjunni og skallađi til Huldu sem sendi aftur á Helgu í fyrsta sem einnig tók boltann í fyrsta inn fyrir á Huldu sem átti vinstri fótar skot framhjá fjćrstönginni. Vel útfćrđ skyndisókn hjá stelpunum eftir hreinsun Ţórunnar Birnu úr teignum. Ađ lokum flautađi dómarinn til leiksloka og glćsilegur 1-0 sigur ţví niđurstađan. 

Ég held ţetta hafi veriđ einn besti leikur stelpnanna í sumar. Ţćr voru ákaflega duglegar og kláruđu sig algjörlega enda var fariđ ađ draga af fremstu mönnum og miđjunni undir lokin. Jóney leiddi varnarlínuna vel og bjargađi oft á tíđum og einnig átti Anna Guđrún hörkuvakt í markinu. Fremst létu Helga og Hulda sérstaklega finna fyrir sér og gáfu gestunum aldrei friđ eđa andrými á boltanum. Berglind og Dagbjört vörđu vörnina vel fyrir beinum áhlaupum og hirtu mikiđ af skallaboltum. Til ţess ađ undirstrika enn frekar baráttuna í stelpunum vörđu Jóney, Berglind og Ásrún til ađ mynda allar skot í teignum eftir ađ hafa komiđ sér fyrir og í uppbótartíma kastađi Anna Halldóra sér fyrir skot af markteig og bjargađi.

Afar öflugur sigur hjá stelpunum sem eiga einungis einn leik eftir af sínu sumri. Ţćr mega endilega mćta međ sömu baráttu í heimaleikinn gegn Grindavík um nćstu helgi og enda sumariđ međ stćl.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ