Völsungar á úrtaksćfingum

Ólafur Jóhannesson landsliđsţjálfari sagđi á ćfingu međ Völsungi í fyrra ađ ţađ vćru greinilega einhver knattspyrnugen á sveimi á Húsavík og ţađ virđist

Völsungar á úrtaksćfingum
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 349 - Athugasemdir ()

Arnţór Hermannsson. Ljósm. Halli Sig.
Arnţór Hermannsson. Ljósm. Halli Sig.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagði á æfingu með Völsungi í fyrra að það væru greinilega einhver knattspyrnugen á sveimi á Húsavík og það virðist vera rétt því Völsungar eru mikið á faraldsfæti þegar kemur að úrtaksæfingum hjá yngri landsliðum íslands.

 

Völsungur átti einn leikmann í U17 úrtaksæfingum sem fram fóru um nýliðna helgi.  Arnþór Hermannsson var valinn í 36 manna hóp sem æfðu í Kórnum og Egilshöll undir stjórn Gunnars Guðmundssonar.

Um næstu helgi verða síðan æfingar hjá U16 ára landsliði karla í Boganum og hefur Freyr Sverrisson landsliðsþjálfari valið hóp til úrtaksæfinga. Leikmennirnir koma frá félögum á norðurlandi og á Völsungur sex leikmenn í þessum tuttugu og fimm manna hóp. Leikmenn Völsunga eru Benedikt Jóhannsson, Stefán Óli Valdimarsson, Hafþór Mar Aðalgeirsson, Halldór Geir Heiðarsson, Sigvaldi Þór Einarsson og Stefán Júlíus Aðalsteinsson.

Hópinn í heild sinni er hægt að sjá hér

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ