Völsungar á landsliđsćfingum um helgina

Um nýliđna helgi voru landsliđsćfingar U16 karla handknattleik haldnar á höfuđborgarsvćđinu og ţar áttu Völsungar fulltrúa.

Völsungar á landsliđsćfingum um helgina
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 619 - Athugasemdir ()

Heimir Pálsson í leik međ Völsungi.
Heimir Pálsson í leik međ Völsungi.

Um nýliðna helgi voru landsliðsæfingar U16 karla handknattleik haldnar á höfuðborgarsvæðinu og þar áttu Völsungar fulltrúa. Þar er um að ræða Heimi Pálsson sem æfði og spilaði með Haukum áður en hann flutti með fjölskyldu sinni til Húsavíkur í haust og hafði þá félagaskipti yfir í Völsung.

Þá voru einnig U19 og U17 ára landsliðsæfingar karla í knattspyrnu syðra um helgina. Hafþór Mar Aðalgeirsson var boðaður á U19 æfinguna og mætti þangað galvaskur eins og segir á heimasíðu Völsungs. Ásgeir Sigurgeirs var hinsvegar boðaður á U17 æfinguna en komst ekki vegna meiðsla.

Heimild volsungur.is

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ