Umfjllun: Stelpurnar kvddu sumari me sigri

Kvennali Vlsungs hefur loki keppni etta sumari og enduu stelpurnar mti sigurleik gegn HK/Vking gr. Stelpurnar unnu leikinn, 2-1, me mrkum

Umfjllun: Stelpurnar kvddu sumari me sigri
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 744 - Athugasemdir ()

Stelpurnar enduu  sigri
Stelpurnar enduu sigri

Kvennalið Völsungs hefur lokið keppni þetta sumarið og enduðu stelpurnar mótið á sigurleik gegn HK/Víking í gær. Stelpurnar unnu leikinn, 2-1, með mörkum frá þeim Helgu Björk Heiðarsdóttir og Huldu Ósk Jónsdóttir. Það gerðist lítið framan af en það fór þó að lifna yfir þessu í síðari hálfleiknum og kláruðu þær grænklæddu sumarið með sæmd.

Byrjunarlið Völsungs: Anna Jónína Valgeirsdóttir, Berglind Ósk Kristjánsdóttir, Jóney Ósk Sigurjónsdóttir (Elma Rún Þráinsdóttir '89), Jana Björg Róbertsdóttir, Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir (Hulda Ósk Jónsdóttir '69), Anna Halldóra Ágústsdóttir, Helga Björk Heiðarsdóttir, Ruth Ragnarsdóttir (Ragna Baldvinsdóttir '89), Ásrún Ósk Einarsdóttir (f), Dagbjört Ingvarsdóttir, Heiðdís Hafþórsdóttir (Guðný Björg Barkardóttir '59).

Leikurinn fór mjög rólega af stað og í raun fátt markvert sem gerðist í fyrri hálfleiknum. Litlaust miðjuhnoð í suddarigningu. Það var ekki fyrr en eftir um tuttugu mínútur sem að heimastúlkur bitu frá sér en þá átti Ruth Ragnarsdóttir skot sem var vel varið.

Á 35.mínútu var Anna Jónína vel á varði í marki Völsungs og bauð upp á klassa markvörslu. Hún fékk að launum duglegt flaut frá Húsvískum áhorfendum sem margir höfðu flúið inn í bil og sett miðstöðina á fullt blast.

anna2

Um fimm mínútum síðar skoruðu gestirnir mark en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Staðan var jöfn, 0-0, í hálfleik og fátt sem benti til þess að mörk væru að fara koma í þetta miðað við fyrri hálfleikinn.

Þær grænu mættu þó mun tilbúnari til leiks út í síðari hálfleikinn og Helga Björk kom boltanum í netið fljótlega eftir að seinni hálfleikur hófst en Helga rangstæð og markið ekki gilt.

Kjúllarnir Guðný Björg og Hulda Ósk komu inn af bekknum en þær lífguðu verulega upp á leikinn og voru frábærar. Á 80 mínútu áttu heimastúlkur að fá víti er boltinn fór augljóslega í hendina á varnarmanni HK/Víkings en dómari leiksins í vænum svefni og ekki heyrðist í flautunni.

Markið datt svo loksins á 83.mínútu en þá skoraði Helga Björk Heiðarsdóttir eftir sendingu frá Ruth og ljóst að stelpurnar ætluðu að klára sumarið á sigri. Hulda Ósk bætti svo við öðru markinu þremur mínútum síðar eftir flotta takta vippaði hún snyrtilega yfir markvörðinn og setti punktinn á sumarið.

hulda

Gestinir náðu að lauma marki undir lokin en komust ekki lengra og, 2-1, sigur Völsungs staðreynd. Frábær endir á sumrinu hjá stelpunum en þær sigruðu fjóra síðustu leikina sína og var vel við hæfi klára dæmið með sigri á heimavelli gegn sterku liði HK/Víkings.

NIVEA/640.is stúlka leiksins: Anna Jónína Valgeirsdóttir
anna

dagbjört
                                      Dagbjört Ingvarsdóttir átti flottan leik

hulda2

annah

hdis

asrun

elvis
                          Jósef "ELVIS" Ólason mætti á völlinn um helgina.

stada

Tengdar greinar:
Heiðdís: Var kominn tími til að keyra þetta aftur í gang
Ásrún Ósk: Mikilvægt að enda sumarið á sigri


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr