Strkarnir me strsigur Seyisfirirttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 334 - Athugasemdir ( )
Völsungur vann sinn annan deildarleik í kvöld þegar þeir lögðu Huginn að velli á með fimm mörkum gegn einu. Leikurinn fór fram á Seyðisfirði og komust Völsungar í 2-0 eftir 20 mínútna leik. Mörkin skoruðu Elfar Árni Aðalsteinsson og Aron Bjarki Jósepsson og þar við sat í fyrri hálfleik.
Í þeim síðari fengu heimamenn vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr og staðan orðin 1-2. Elfar Árni skoraði sitt annað mark og þriðja mark Völsunga þega langt var liðið á leikinn. Þegar stutt var til leiksloka skoraði Rafnar Orri Gunnarsson fjórða mark gestanna en hann hafði komið inn á sem varamaður. Það var svo Gunnar Sigurður Jósteinsson sem skoraði síðasta mark Völsunga og úrslitin 1-5 eins og áður segir.
Völsungur er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina og markatala þeirra 12-2 en bæði mörkin sem liðið hefur fengið á sig komu úr vítaspyrnum.
Athugasemdir