Fjórir efnilegir strákar lánađir til Ţórs - Jónas til Magna GrenivíkÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 845 - Athugasemdir ( )
Völsungur og Þór á Akureyri náðu samkomulagi um það að fjórir efnilegir strákar úr Völsungi færu á
lánssamningi til Akureyrarliðsins en þeir Halldór Kárason, Eyþór Traustason, Hilmar Másson og Bjarki Freyr Lúðvíksson munu allir
spila með 2.flokki Þórs í sumar.
Vissulega gott tækifæri fyrir þá til að ná sér í reynslu og bæta sig sem leikmenn en líkt og menn vita þá er enginn
2.flokkur starfandi hjá Völsungi í sumar svo þetta því góð lausn fyrir þessa framtíðarleikmenn félagsins.
Jónas Halldór Friðriksson var sömleiðis lánaður en hann fer á lánssamningi til síns gamla félags Magna Grenivík. Jónas
hefur verið meiddur í vetur og ætlar sér að komast í stand og leikform með þeim Grenvíkingum. Hann spilaði með liðinu tvö
tímabil, 2008 og 2009 og á að baki 37 leiki fyrir félagið þar sem hann skoraði fjögur mörk.
Jónas Halldór í Magnabúningnum 2008.
Við óskum okkar mönnum alls hins besta á nýjum vígstöðum og vonum að þeir verði sér og félaginu okkar til sóma því þeir eru aðeins á láni og mikilvægt fyrir menn að aldrei að gleyma - Eitt sinn Völsungur, ávallt Völsungur
Athugasemdir