Dragan og Hrannar um leikinn í kvöld - Völsungur tekur á móti Dalvík/Reyni kl.20

Meistaraflokkur karla tekur á móti Dalvík/Reyni kl.20 á Húsavíkurvelli í kvöld en hér fyrir neđan má sjá hvađ ţjálfari liđsins Dragan Stojanovic og

Frá leik liđanna fyrr í sumar
Frá leik liđanna fyrr í sumar

Meistaraflokkur karla tekur á móti Dalvík/Reyni kl.20 á Húsavíkurvelli í kvöld en hér fyrir neðan má sjá hvað þjálfari liðsins Dragan Stojanovic og fyrirliðinn Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson höfðu að segja um komandi átök. Strákarnir eiga harm að hefna eftir síðustu viðureign liðanna og vonandi að þeir svari fyrir það í kvöld.

Dragan Stojanovic, þjálfari meistaraflokks karla:

Mér líst vel á þennan leik og ég get ekki beðið eftir því að mæta með liðið út á Húsavíkurvöll í kvöld þar sem við ætlum að bæta upp fyrir tapið um síðustu helgi. Allir strákarnir eru spenntir og klárir í þennan leik. Þetta verður erfiður leikur og Dalvík/Reynir eru með níu stig en við með tíu svo það er bara eitt stig á milli. Við töpuðum illa fyrir þeim í bikarnum í upphafi sumars og ætlum að hefna fyrir það. Stemningin er góð hjá okkur og við hlökkum til að sjá sem flesta í brekkunni því við þurfum á öllum alvöru stuðningsmönnum liðsins að halda í þessari baráttu í sumar.

Hrannar Björn Bergmann, fyrirliði meistaraflokks karla:
Tímabilið hefur byrjað ágætlega hjá okkur strákunum. Fimm leikir búnir og við erum á ágætum stað á töflunni þó við vildum að sjálfsögðu vera ofar, en það er nóg eftir af sumrinu og hellingur af stigum í boði. Í kvöld mætum við Dalvík/Reyni og þessir leikir eru alltaf skemmtilegir enda eru þetta okkar helstu erkifjendur ef hægt er að orða það þannig. Eftir rassskellingu í bikarnum fyrr í sumar dugar ekkert annað en þrjú stig úr þessum leik svo það er engin hætta á öðru en að við gefum alla okkar krafta í þennan leik. Okkar maður og frændi minn Stubbur er í markinu hjá þeim svo það væri auðvitað extra sætt að sýna kallinum hverjir séu kóngarnir á norðurlandi. Mætingin í brekkuna það sem af er sumri hefur verið mjög góð og ég vonast til að fólk haldi áfram að styðja við bakið á okkur og mæti á völlinn í kvöld.

fagn
                Strákarnir taka á móti erkifjendunum í Dalvík/Reyni í kvöld


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ