Dragan: Mjög slćmt ađ vera í rútunni í 8-9 klukkutíma fyrir leikÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 572 - Athugasemdir ( )
„Ég er bara mjög svekktur yfir því að vera búinn að tapa leik og líka að tapa honum með svona marki. Þetta var versti seinni
hálfleikur okkar í sumar," sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs, eftir fyrsta tap liðsins í deildinni en Völsungur tapaði, 2-1, gegn
Reyni Sandgerði í toppslag deildarinnar í gær.
„Reynir Sandgerði voru ekkert betri en við í fyrri hálfleik en mun betri í þeim seinni, þeir spiluðu betur á milli sín og
sköpuðu sér nokkur hættuleg færi. Lið sem að á tuttugu sóknir á móti vörninni okkar, þá er bara eðlilegt að
einu sinni, tvisvar eitthvað klikki," sagði Dragan.
Lagt var af stað örla morguns en farið var frá Sundlauginni 5:30 og segir þjálfarinn svona langt ferðalag vera mjög slæmt fyrir leikmenn.
„Þetta er mjög slæmt og að vera í rútunni í 8-9 klukkutíma fyrir leik er mjög erfitt fyrir leikmenn. Þegar að við komum
til Sandgerðis og ég steig út úr rútunni þá var ég bara mjög slæmur í löppunum og þá hugsaði ég
með mér hvernig ætli strákarnir séu eftir þetta því þeir þurfa að spila 90 mínútur plús. Þetta er ekki
gott," segir Dragan.
Tine Zornik framherji Völsungs meiddist á dögunum er hann sleit hásin og verður ekki meira með í sumar en hann verður frá næsta hálfa
árið.
„Auðvitað kemur alltaf maður í manns stað en það var alveg ljóst að við söknuðum Tine í leiknum. Hann var búinn að
standa sig vel og átti mjög góða leiki fyrir okkur en hann verður ekki meira með í sumar og við verðum bara að snúa okkur að
öðru, gera okkar besta og einbeita okkur að næsta leik því hann ætlum við að vinna," sagði Dragan en hann hrósaði fyrirliðanum
eftir leik en Hrannar var sá eini sem að barðist allan tímann og var Dragan ánægður að fá hann til baka þó svo að hann hafi ekki
verið að spila sína stöðu.
„Ég er mjög ánægður með Hrannar Björn. Hann spilaði og vann gríðarlega vel fyrir liðið allar 90 mínúturnar. Fyrsti
byrjunarliðsleikurinn hans og ég var mjög ánægður með hann en þessi staða sem hann spilaði í leiknum er auðvitað ekki hans staða,
hann bara leysti þetta fyrir okkur að þessu sinni og gerði það vel. Hann getur verið miklu betri á vængnum eins og allir vita," sagði Dragan um
fyrirliðann.
„Við gefumst ekkert upp og erum búnir að standa vel í upphafi móts. Það er fullt af leikjum eftir og við verðum að halda
áfram," sagði Dragan í leikslok.
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Fyrsta tapið í deildinni staðreynd
Hrannar Björn: Það eru ljósir og dökkir punktar í þessu
Athugasemdir