Dragan: Stigi er betra en ekki neittrttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 683 - Athugasemdir ( )
„Það er svoleiðis í fótbolta að ef lið klúðrar dauðafæri þá kemur mark strax í bakið eins og gerðist
fyrir okkur í leiknum. Við fengum tvö dauðafæri og sérstaklega eitt en náðum ekki að skora. Þetta gerist þegar að tíu
mínútur eru eftir og svo fimm mínútum síðar jafna þeir. Ætli ég verði ekki að segja að stigið er betra en ekki neitt,"
sagði Dragan Stojanovic svekktur eftir leikinn í gær en Völsungur gerði, 2-2, jafntefli gegn KF á Ólafsfirði. Völsungur komst yfir í leiknum
í seinni hálfleik með marki frá Marko Blagojevic úr aukaspyrnu en misstu leikinn í jafntefli er fimm mínútur lifðu leiks.
„Ég var ánægðari með þennan leik heldur en á móti Njarðvík í síðustu umferð. Við sýndum miklu
meira í þessum leik og ég var mjög ánægður með baráttuna hjá strákunum. Þetta var erfiður útileikur og við
náðum að svara þeim vel en ég er mjög svekktur að við náðum ekki landa öllum stigunum," sagði Dragan en næsti leikur sumarsins
er 28. júlí á móti Hamar. Það má búast við fullri brekku og góðri stemningu þar sem Mærudagar fara fram þá
helgi.
„Það er auðvitað mjög gott að fá fulla brekku og góða stemningu, það er mjög gott. En við megum ekki horfa of mikið upp
í stúku því við verðum að einbeita okkur að leiknum og þetta er leikur sem að við verðum að klára. Það má ekki
vanmeta þetta lið, þeir eru með færri stig en við en það er búið að sýna sig í sumar að allir geta unnið alla. Við
mætum klárir í þetta verkefni og ætlum okkur öll stigin," sagði Dragan að lokum.
Tengdar greinar:
Hrannar Björn: Erfitt að kyngja stiginu
Umfjöllun:
Sóðakjaftur og stig á Ólafsfirði
Athugasemdir