Dejan Pesic: egar a g f skkulaiskinn er a fyrir allt liirttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 490 - Athugasemdir ( )
„Fyrir leikinn sagði Dragan okkur allt sem við þurftum að vita um þetta lið. Að þeir væru sterkir og með fínt lið en þeir
voru betri en við í fyrri hálfleik og við vorum mun betri í þeim seinni. Við fengum víti og góðan séns í lokin til að
klára þetta en við tökum stigið og höldum áfram. Núna er þessi leikur búinn og við verðum að horfa fram á við. Allir
leikir eru mjög mikilvægir og við tökum þetta skref fyrir skref," sagði Dejan Pesic, Heimabakarís maður leiksins, eftir markalaust jafntefli
Völsungs og Dalvík/R. sem fram fór á Húsavíkurvelli í gær.
„Ég er mjög ánægður að við töpuðum ekki og það er jákvætt. Ég vona að við getum við haldið
áfram að þróa okkar leik út tímabilið og verið betri með hverjum leik sem við spilum, mætt yfirvegaðir, stresslausir og spilað enn
betur," sagði Dejan en hann var valinn Heimabakarís maður leiksins og segir markvörðurinn viðurkenninguna ekki skipta sig miklu máli þó svo að
hann sé farinn að raða súkkulaðiskóm út um alla íbúð.
„Fyrir mig skiptir þetta ekki miklu máli. Það sem skiptir mig máli er að liðið spili vel og að við fáum þrjú stig.
Ég er bara einn leikmaður og án hinna tíu leikmannana þá gæti ég ekki gert neitt. Við erum lið og þegar að ég fæ
súkkulaðiskóinn er það fyrir allt liðið, alla leikmenn því við gerum þetta saman," sagði Dejan Pesic í leikslok.
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Stál í stál á Húsavíkurvelli
Halldór Fannar: Þetta er klárlega lið sem
að við ætlum að vinna seinna í sumar
Athugasemdir