Blakarar stu sig vel Siglufiri

Blakli Vlsungs geru ga fer til Siglufjarar um sastlina helgi enar fr fram Siglmti blaki.Karlali Vlsungs hafnai 2. sti og kvennali

Blakarar stu sig vel Siglufiri
rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 343 - Athugasemdir ()

Vlsungar stu sig vel  blakinu  Siglufiri.
Vlsungar stu sig vel blakinu Siglufiri.

Blaklið Völsungs gerðu góða ferð til Siglufjarðar um síðastliðna helgi enþar fór fram Siglómótið í blaki. Karlalið Völsungs hafnaði í 2. sæti og kvennalið Völsungs í 3. sæti í 1.deild.

Á heimasíðu Völsungs segir að um dagsmót hafi verið að ræða og spiluðu konurnar sex leiki en karlarnir fjóra.



Keppendur fengu leyfi til að aka gegnum Héðinsfjarðargöngin á laugardagsmorgninum. Framkvæmdir þar virðast ganga vel auk þess sem þetta styttir leiðina til Siglufjarðar verulega.

Í vetur hefur blakfólkið tekið þátt í þremur hraðmótum á norðurlandi auk þess að halda eitt mót sjálf, Nýársmót Völsungs sem fram fór íjanúarbyrjun.

Mikil gróska hefur verið í öldungablakinu í vetur líkt og á síðasta ári ogmunu eitt karlalið og þrjú kvennalið taka þátt í Öldungamótinu í vor semað þessu sinni fer fram í Mosfellsbæ.

Meðfylgjandi myndir eru fengnar af vefsíðunni siglo.is en þær voru teknar við verðlaunaafhendinguna sem fram fór í Bátahúsinu.

Karlarnir náðu öðru sætinu, vantar tvo úr liðinu á myndina.

Konurnar náðu þriðja sætinu og fagna því gríðarlega eins og sést á myndinni.

Fleiri myndir frá mótinu er hægt að skoða hér


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr