Ásgeir: Vorum virkilega óheppnirÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 455 - Athugasemdir ( )
„Þetta er með því versta sem maður hefur gengið í gegnum á fótboltaferlinum. Dejan ver tvö víti og við skjótum
tvisvar í slánna auk þess að fá fín færi. Mjög pirrandi en við verðum bara að halda áfram og vinna næsta leik,"
sagði Ásgeir Sigurgeirsson, markaskorari Völsungs, en hann skoraði eina mark liðsins er Völsungur tapaði, 2-1, gegn KV í Vesturbænum í dag.
„Við byrjum mjög vel og alveg eftir planinu hans Dragan en svo slökum við eitthvað á eftir markið. Seinni hálfleikur var mjög góður
hjá okkur en við bara vorum virkilega óheppnir," bætti Ásgeir við en hann segir ekkert nema sigur koma til greina í næsta leik er
strákarnir taka á móti KFR heima um næstu helgi.
„Mér líst mjög vel á þann leik, við ætlum að sjálfsögðu að taka þrjú stig þar og sýna hvað
við getum. En við verðum að vinna fyrir þessum stigum það er ekkert gefins," sagði Ásgeir sem var á dögunum valinn í 34 manna
úrtakshóp hjá U17 og mætir til æfinga með landsliðinu á morgun.
„Ég er spenntur fyrir þessu og þetta leggst vel í mig. Ég veit ekki hvort að ég verði með en ég mæti allavega og horfi
á því ég er með einhverja verki í lærinu, þetta kemur í ljós á morgun en ég hlýt að geta verið með.
Ég er búinn að vera æfa með þessum strákum í allan vetur og þekki þá vel svo að þetta verður mjög skemmtilegt.
Stefnan er að sjálfsögðu að vera í byrjunarliði í lokahópnum, það er markmiðið og draumur sumarsins," sagði Ásgeir
hóvær en ákveðinn að lokum.
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Súludans í Vesturbænum
Dragan: Það getur allt gerst í fótbolta
Athugasemdir