30. jn
4 flokkur kvenna sigrai Htt Egilsstum.rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 165 - Athugasemdir ( )
Fjórði flokkur kvenna spilaði í gær við Hött á Egilsstöðum og höfðu betur, 4-3. Heiðdís Hafþórsdóttir skoraði fyrsta mark Völsunga og Jóney Ósk Sigurjónsdóttir kom þeim í 2-0 áður en Hattarstúlkur minnkuðu muninn. Jóney Ósk skoraði sitt annað mark í leiknum og þriðja mark Völsunga en heimamenn náðu að minnka muninn og jafna síðan leikinn. Það var svo í blálok leiksins sem Sonja Sif Þórólfsdóttir skoraði sigurmark Völsunga við mikinn fögnuð leikmanna Völsungs.
Að leik loknum var síðan haldið af stað áleiðis á Hornafjörð þar sem spilað verður gegn Sindra í dag.
Athugasemdir