Yfirburđasigur strákanna í meistaraflokkiÍţróttir - Hjálmar Bogi Hafliđason - Lestrar 308 - Athugasemdir ( )
Meistaraflokkur karla fékk lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði í heimsókn síðastliðinn laugardag og var leikurinn hin ágætasta skemmtun í góðu veðri. Það var ljóst frá upphafi hvort lið væri sterkara en Völsungsstrákar sigruðu með sjö mörkum gegn þremur mörkum austanmanna.
Strax á ´3 mínútu komst Elvar Árni í dauðafæri sem Húsvíkurinn Óðinn Ómarsson varði vel en átti góðan leik og varðist mjög vel í markinu. Stuttu seinna átti Bjarki frábæran sprett upp völlinn og í gegnum vörnina en skotið var framhjá. Völsungar voru miklu grimmari og einbeittari en austanmenn og spilamennskan eftir því. Á ´8 mínútu spiluðu Hermann og Elvar Árni sig í frábærlega í gegnum vörnina hjá Leikni en náðu ekki að nýta sér það. Sóknir Völsunga héldu áfram en það vantaði eina til tvær snertingar til að koma boltanum í netið. Á ´22 mínútu fengu Leiknismenn dauðafæri sem þeir klúðruðu.
Um miðbik fyrrihálfleiks duttu Völsungar í smá kæruleysi en Leiknismenn pakka engu að síður í vörn og gjarnan voru 10 leikmenn þeirra aftast á eigin vallarhelmingi. Á ´30 mínútu var Elvar Árni felldur innan teigs og dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu. Fyrirliðinn Gunnar Sigurður steig á punkinn og gerði sig kláran. Óðinn nokkur gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna örugglega. Völsungar tóku sér tak og fóru aftur að spila fínan bolta. Völsungar spiluðu framarlega og Leknismenn lentu í nauðvörn hvað eftir annað. Á ´39 mínútu átti Hermann góða sendingu á Stefán Björn sem setti boltann í netið en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Völsungar fengu fleiri tækifæri en boltinn vildi ekki alla leið í netið og staðan því núll, núll í hálfleik.
Engar mannabreytingar voru í hálfleik. Leiknismenn héldi sig á sínum vallarhelmingi og sóttu vörnina stíft og fór leikurinn nánast eingöngu fram á þeirra vallarhelmingi. Á ´50 mínút átti Jón Hafsteinn ágætt skot á löngu færi sem ekki vildi inn en Elvar Árni fylgdi vel á eftir og setti fyrsta mark leiksins, staðan eitt, núll. Á ´54 mínútu var Hermann felldur innan teigs og víti dæmt. Hann steig sjálfur á punktinn og skoraði örugglega niðri í hægra hornið. Gunnar Sigurður fékk boltann slysalega í hendina innan teigs á ´58 mínútu og Leiknismenn fengu vítaspyrnu og nýttu sér hana og staðan orðin 2 – 1.
Aðeins mínútu síðar reyndi Hermann að fara í gegnum vörn Leiknismanna og var með marga menn á sér en datt rétt fyrir utan teig og dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Boban hugðist skora úr spyrnunni en skaut of laust uppi í hægra hornið sem Óðinn varði vel. Völsungar sóttu stíft og á ´63 mínútu átti Hermann gott skot að merki en Óðinn varði enn. Elvar fylgdi vel á eftir en skaut boltanum í stöng. Á ´65 mínútu átti Stefán Björn gott hlaup að markinu og skaut á markið, einn á móti Óðni en hann varði skotið. Á ´66 mínútu átti Boban fallega stungusendingu á Elvar Árna sem afgreiddi boltann í netið. Halldór Fannar átti fína sendingu á Elvar Árna sem afgreiddi boltann glæsilega í netið á ´68 mínútu og staðan orðin 4 – 1.
Leiknismenn fengu aukaspyrnu langt fyrir utan teig á ´70 mínútu og það kom sending inn í teiginn og Sveinbjörn Ingi var kominn of langt út úr markinu, skalli og annað mark Leiknismanna staðreynd. Á ´73 mínútu gerðu Völsungar þrefalda skiptingu. Af vellinum fóru Bjarki, Stefán Björn og Sveinbjörn Ingi og inn á völlinn komu Friðrik Mar, Hrannar Björn og Svavar Sesar. Stuttu síðar fóru af velli Jón Hafsteinn og Boban og inn á völlinn komu Rafnar Orri og Davíð. Á ´78 mínútu áttu Völsungar að fá dæmda vítaspyrnu þegar boltinn fór bersýnilega í hönd Leiknismanns innan teigs en ekkert dæmt. Á ´80 mínútu átti Halldór Fannar glæsilega sendingu á Elvar Árna sem tók hlaup og vippaði laglega yfir markmann Leiknis og boltinn í markið. Friðrik Mar og Rafnar Orri spiluðu sig skemmtilega í gegnum vörnina á ´87 mínútu þegar Friðrik sendi á Rafnar sem sendi óeigingjarnt til baka á Friðrik sem hamraði boltann í netið og staðan orðin sex mörk Völsunga gegn tveimur austanmörkum.
Rafnar Orri fékk sendingu á ´88 mínútu og virtist vera rangstæður en hann hélt áfram og vippaði létt yfir markmanninn eftir ágætt gegnumbrot og boltinn í netinu. Strax í uppbótartíma fengu Leiknismenn aukaspyrnu á rúmlega 40 metra færi sem fór í stöng og náði Völsungsvörnin ekki að hreinsa frá og Leiknismenn fylgdu vel eftir og setti boltann í netið og lokatölur 7 – 3. Maður leiksins var Elvar Árni sem skoraði fjögur mörk í leiknum og átti afar fínan leik og hlaut hann hinn rómaða súkkulaðiskó að launum frá Heimabakaríi.Leikurinn var skemmtilegur og áhorfendur skemmtu sér vel. Völsungar eru vel að sigrinum komnir og enda einir á toppi D-riðils, 3. deildar með 37 stig. Framundan er umspil um sæti í 2. deild að ári og nauðsynlegt fyrir Völsunga að ver einbeitt og hafa trú á eigin ágæti og klára dæmið með stæl. Það er frábær árangur að fara taplausir í gegnum riðilinn og nú er að slá hvergi slöku við.
Hermann Aðalgeirsson skorar úr vítaspyrnu gegn Leikni.
Fleiri myndir úr leiknum er hægt að skoða hér
Athugasemdir