Vslungsstelpur byrjuu sigrirttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 381 - Athugasemdir ( )
Völsungsstelpurnar hófu leik í 1. deild Íslandsmótsins um helgina þegar þær héldu suður á Álftanes og léku þar gegn heimamönnum. Heimastúlkur fóru vel af stað og komust í 2-0 en Völsungar náðu að jafna og komast yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. Sem sagt 2-3 í hálfleik.
Fjörið hélt áfram í þeim síðari og staðan 4-4 þegar skammt var eftir til leiksloka. Þá skoraði Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir fimmta mark Völsunga og sigurmark leiksins. Mörkin skoruðu þær Jóhanna Margrét og Sigrún Lilja sem gerðu tvö hvor og Ragna Baldvinsdóttir eitt.
Á heimasíðu Völsungs segir að Andri Hnikarr þjálfari stelpnanna hafi verið ánægður að landa sigri en hann gat þess jafnframt að sitt lið hefði verið heppið í leiknum í gær.
Athugasemdir