Völsungur Ţór 2-1

Eins og kom fram á 640.is í gćrkveldi unnu Völsungar sigur á Ţór í sínum fyrsta leik á Soccerademótinu. Á heimasíđu Völsungs er frásögn af leiknum og er

Völsungur Ţór 2-1
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 308 - Athugasemdir ()

Eins og kom fram á 640.is í gærkveldi unnu Völsungar sigur á Þór í sínum fyrsta leik á Soccerademótinu. Á heimasíðu Völsungs er frásögn af leiknum og er hún birt hér í heild sinni enn ekki kemur fram hver skrifar. Fram kemur að meðalaldur Völsungsmanna i leiknumhafi verið 18,5 ár og greinilegt að framtíðin er björt hjá Völsungum hvað mannskap varðar.

 

Mfl. kk vann góðan 2-1 sigur á Þór í fyrsta leik í Soccerademótinu. Hrannar Björn og Gunni Siggi með mörkin.
Byrjunarlið: Stubbur, Davíð, Friðrik, Gunni Siggi, Jónas, Bjarki, Hrannar, Arnþór, Alli, Stebbi, Elfar.

Bekkur: Donni, Haffi, Sigvaldi, Stefán Óli, Bjarki Jónasar og Rafnar.

Leikurinn byrjaði rólega og var ekki mikið um færi í leiknum framan af og mikið jafnræði með liðunum. Völsungur voru þá tvívegis búnir að skjóta boltanum í stöngina áður en þeir komust yfir. Fyrst var það Arnþór eftir að boltinn barst til hans og reyndi að vippa yfir Björn í marki Þór sem var kominn mjög framarlega og hafnaði boltinn í stönginni. Stefán átti svo líka skot í stöng í fyrri hálfleik en það var eftir mjög flotta sókn Völsunga sem endaði með þessu dauðafæri og aftur bjargaði stöngin Þór.

En það var rétt fyrir hálfleik þegar Hrannar Björn kom Völsungi yfir. Aukaspyrna var dæmd við hlið vítateiginn, Bjarki tók hana og renndi henni út á Hrannar sem lét vaða og smell hitti boltann sláin inn, frábært mark og 1-0 fyrir Völsung í hálfleik.

Þegar fór að líða á seinni hálfleikinn voru Þórsarar farnir að pressa Völsunga mikið og fengu eitt ágætisfæri eftir misskilning í vörn Völsunga og varði Stubburinn það áður en því var hreinsað burt.

þegar c.a. 75 mínútur voru búnar þá fengu Þórsarar aukaspyrnu við endalínu og vítateig Völsunga þó svo að boltinn hafi ekki verið nærri þegar dæmd var aukaspyrnan. Völsungar mótmældu dómnum mikið og var þetta allt hið undarlegasta mál. Ekki verður það rakið hér hvort um hafi verið að ræða réttan eða rangan dó, en fyrst línuvörðurinn flaggaði hlýtur eitthvað að hafa gerst. Upp úr spyrnunni skoruðu Þórsarar skallamark af stuttu færi 1-1.

Þegar rúmar 80 mínútur voru liðnar fékk Donni boltann inn fyrir vör Þór en náði ekki að koma boltanum framhjá markmanni Þórsara.

Á 90 mínútu þá stakk Sigvaldi boltanum inn fyrir vörn Þórs og Elfar var sloppinn einn á móti markmanni, hann reyndi að leika boltanum framhjá honum en þá braut hann á Elfari og víti dæmt. Gunni Siggi fór á punktinn og sendi markmanninn í vitlaust horn 2-1. 

Þó margir hafi haldið að þetta væri þá í höfn þá var svo ekki þar sem bætt var við 7 mínútum, svolítið sérstakt. En það var ekki nægilega langur tími fyrir Þór til að jafna og 2-1 lokastaða Völsungum í hag.

Gott að byrja Soccerademótið á sigri gegn Þór og kemur það okkur í góða stöðu í riðlinum. 

Gaman er að taka það fram að meðalaldur Völsungs í þessum leik var 18,5 ár.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ