16. ma
Vlsungur tapai fyrir Hvt.rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 222 - Athugasemdir ( )
Það var mikið skorað í fyrsta leik Völsungs í Íslandsmótinu í ár en liðið lék á útivelli við Hvöt á Blönduósi. Þetta var sjö marka leikur þar sem Hvöt lagði Völsung 4-3.
Elfar Árni Aðalsteinsson kom Völsungum yfir á 13. mínútu leiksins en Frosti Bjarnason jafnar fyrir heimamenn þremum mínútum síðan. Ekki liðu nema þrjár mínútur til viðbótar þegar heimamenn komust yfir með sjálfsmarki gestanna. Staðan því 2-1 í hálfleik.
Heimamenn í Hvöt komust svo í 4-1 áður en Kristján Gunar Óskarsson minnkaði muninn úr víti á 70 mínútu leiksins. Korteri síðar minnkaði Bjarki Baldvinsson muninn í 4-3 og þar við sat Hvöt vann 4-3.
Leikskýrsla af heimasíðu KSÍ.
Athugasemdir