27. apr
Völsungur sigrađi Tindastól.Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 264 - Athugasemdir ( )
Kvennalið Völsungs sigraði
lið Tindastóls 5-3 í Boganum á Akureyri í gær. Í leiknum, sem var í Lengjubikarnum, komust. Tindastóls-stelpur í 3-0
áður en Hafrún Olgeirsdóttir skoraði fyrsta mark Völsunga skömmu fyrir leikhlé.
Eitthvað hefur Jói þjálfari sagt við stelpurnar í hálfleik því þær skorðuðu fjögur mörk í síðari hálfleik. Reyndar á síðustu 25 mínútum leiksins. Mörkin í síðari hálfleik skoruðu þær Harpa Ásgeirsdóttir, Guðlaug Sigríður Magnúsdóttir og Berglind Ósk Kristjánsdóttir sem skoraði tvö.
Athugasemdir