26. apr
Völsungur sigrađi Magna 5-1Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 351 - Athugasemdir ( )
Völsungur sigraði Magna örugglega 5-1 í B deild Lengjubikars karla í dag en leikið var í Boganum. Aðalsteinn Jóhann Friðriksson var á skotskónum líkt og í síðasta leik en lét sér þó nægja að skora eitt mark að þessu sinni.
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk og þeir Stefán Björn Aðalsteinsson og rafnar Orri Gunnarsson eitt mark hvor.
Með sigrinum í dag fóru strákarnir upp fyrir Magna og enduðu í þriðja sæti riðilsins en Magni í því fjórða
Athugasemdir