Völsungur semur viđ Namo ehf

Í dag var undirritađur samstarfssamningur milli Namo ehf og Íţróttafélagsins Völsungs. Allir iđkendur allra deilda Völsungs keppa í Jako búningum til

Völsungur semur viđ Namo ehf
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 537 - Athugasemdir ()

Jóhann og Guđrún viđ undirritun
Jóhann og Guđrún viđ undirritun

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Namo ehf og Íþróttafélagsins Völsungs. Allir iðkendur allra deilda Völsungs keppa í Jako búningum til ársins 2016. Samningurinn var undirritaður í Skóbúð Húsavíkur sem þjónustar iðkendur, félagsmenn og aðra sem vilja klæðast fötum merktum Völsungi.


Meistaraflokkar knattspyrnu klára tímabilið 2012 í Umbro en keppa í búningum frá Jako keppnistímabilin 2013 - 2016

Aðilar samningsins vænta mikils af samstarfinu og að búningamál félagsins séu komin í farveg sem á eftir að koma sér vel fyrir alla sem málið varðar. Einnig vænta samningsaðilar mikils af þjónustu Skóbúðarinnar sem löngu hefur sannað sig fyrir þjónustulipurð og góð verð.

Stefnt er að því að vera með mátunardag á félagsbúningi í félagsaðstöðu Völsungs Grænatorgi fimmtudaginn 12 júlí. Einnig verður á staðnum sýnishorn á hluta af öðrum vörum sem í boði verða í Skóbúðinni. Nánar auglýst í Skránni.

Allir glaðir
Á mynd eru Guðrún Kristins formaður Völsungs, gínan fyrir hönd Skóbúðar Húsavíkur, Jóhann Guðjónsson eigandi Namo ehf og Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Völsungs.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ