Vlsungur lagi Fjararbygg Boganum

Vlsungar tku mti Fjarabygg kvld rum leik snum B-deild Lengjubikarsins. fyrsta leik mttu eir Dalvk/Reyni og tpuu 3-1.

Vlsungur lagi Fjararbygg Boganum
rttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 481 - Athugasemdir ()

Hrannar Bjrn skorai fyrra mark Vlsunga.
Hrannar Bjrn skorai fyrra mark Vlsunga.

Völsungar tóku á móti Fjarðabyggð í kvöld í öðrum leik sínum í B-deild Lengjubikarsins. Í fyrsta leik mættu þeir Dalvík/Reyni og töpuðu 3-1.

Byrjunarliðið í kvöld var eftirfarandi; í markinu stóð Ingólfur Örn Kristjánsson. Varnarlínuna skipuðu bakverðirnir Stefán Jón Sigurgeirsson og Bergur Jónmundsson og miðverðirnir Bjarki Þór Jónasson og Gunnar Sigurður Jósteinsson. Á miðjunni voru Jónas Halldór Friðriksson, Sigþór Hannesson og Halldór Geir Heiðarsson. Kantmennirnir voru Hrannar Björn Steingrímsson (fyrirliði) og Sindri Ingólfsson en fremstur var Ásgeir Sigurgeirsson.

Varamenn voru Snæþór Haukur Sveinbjörnsson, Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, Sigvaldi Þór Einarsson, Halldór Kárason, Eyþór Traustason og Bjarki Freyr Lúðvíksson.

Lið Fjarðabyggðar byrjaði betur og áttu aukaspyrnu í stöngina snemma leiks. Völsungum gekk illa að halda boltanum innan liðsins en eftir einleik Hrannars Björns upp völlinn náði hann í aukaspyrnu fyrir miðju marki, um 20 metra frá. Hrannar tók spyrnuna sjálfur og setti boltann ofarlega í hornið vinstra megin, glæsilegt mark! 1-0 fyrir Völsunga.

Sjálfstraust manna jókst við þetta mark og menn fóru að reyna meira sóknarlega séð en sendingar liðsins voru ekki nægilega góðar. Menn vörðust vel og gáfu engin færi á sér en Fjarðabyggðarmenn voru mikið dæmdir rangstæðir í kvöld.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks tók Hrannar Björn aukaspyrnu úti við hliðarlínu inn í teig þar sem Gunni Siggi reyndi bakfallsspyrnu sem markvörður Fjarðabyggðar varði. Spyrnan var helst til of laus hjá Gunna sem gerði vel í að koma henni á markið. Fjarðabyggðarmenn fóru í sókn, Hrannar Björn elti boltamanninn upp kantinn og við miðjulínu komst hann í boltann með þeim afleiðingum að hann festi fótinn í grasinu á meðan líkaminn fór eitthvað annað. Hrannar fékk slink á hnéð og gat ekki haldið áfram leik. Flautað var til hálfleiks og kom Halldór Kárason inn fyrir Hrannar Björn.

Lítið markvert gerðist fyrr en á 65.mínútu en þá áttu Donni og Ásgeir gott samspil sem leiddi til þess að boltinn barst til Sigþórs í miðjum teignum. Sigþór skaut að marki en markvörður Fjarðabyggðar varði í horn.

Nokkrum mínútum síðar, eða á 72.mínútu fékk Donni svo boltann á miðjunni, lék aðeins áfram og vippaði boltanum yfir varnarlínu Fjarðabyggðar. Sindri Ingólfsson stakk sér inn á milli tveggja varnarmanna, náði boltanum niður og skoraði laglega framhjá markverðinum. Fyrsta meistaraflokksmark Sindra fyrir Völsung og Völsungar komnir í 2-0.

Eyþór Traustason kom inn á fyrir Ásgeir Sigurgeirsson þegar um 10 mínútur voru eftir en annars fjaraði leikurinn tíðindalaust út.

Góður 2-0 sigur að baki og mikilvægt að fá sigur í hús. Strákarnir voru duglegir í kvöld og vörðust vel en sóknarleik og sendingar liðsins má vel bæta.  

Næsti leikur liðsins er gegn KF, laugardaginn 7.apríl kl.12.00 og verður hann spilaður í Boganum.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr