Völsungur-HK í beinni útsendingu frá Húsavíkurvelli á netinu og FM103

Ţá er komiđ ađ ţví. Viđ ćtlum ađ senda út fyrstu hljóđ útsendinguna í gegnum netiđ í kvöld en ţá fer fram 10.umferđ í 2.deild karla. Völsungur og HK

Völsungur-HK í beinni útsendingu frá Húsavíkurvelli á netinu og FM103
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 474 - Athugasemdir ()

Þá er komið að því. Við ætlum að senda út fyrstu hljóð útsendinguna í gegnum netið í kvöld en þá fer fram 10.umferð í 2.deild karla. Völsungur og HK mætast á Húsavíkurvelli kl.19 og höfum við ákveðið að bjóða upp á dýrari týpuna en við gerum þetta í samstarfi við sportradio.is

Einnig verður leikurinn sendur út frá FM103-Útvarp Húsavík og geta bæjarbúar sem ekki komast á völlinn hlustað þar.

Útsending hefst klukkan 18:30 og leikurinn á slaginu 19:00. Strákarnir eru í bullandi toppbaráttu í öðru sæti deildarinnar og þarf vart að útskýra mikilvægi leiksins. Stillið inn og njótið kvöldsins með okkur á Húsavíkurvelli.

Vinstra megin á síðu www.sportradio.is má sjá box sem að lítur svona út og þar er hægt að velja þann spilara sem hentar hverjum og einum. Smellið á myndina til þess að hlusta á útsendinguna:
beint frá Húsavíkurvelli

Fagn
                        Strákarnir verða í beinni á netinu og FM103 í kvöld


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ