Völsungur gerđi jafntefli á Króknum.Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 202 - Athugasemdir ( )
Völsungar sóttu Tindastól heim á Sauðárkrók í 2. deildinni í kvöld og náðu einu stigi þar. Reyndar mætti frekar segja að Stólarni hafi náð einu stigi því þeir jöfnuðu leikinn með síðustu snertingunni í leiknum.
Annars segir http://www.fotbolti.net/ svona frá leiknum:
Tindastóll og Völsungur gerðu 2-2 jafntefli á Sauðárkróki í
kvöld í fyrsta leiknum í annarri umferð í annarri deild karla.
Elfar Árni Aðalsteinsson kom Völsungi yfir um miðjan fyrri hálfleik en fleiri mörk voru ekki skoruð áður en leikmenn gengu til
búningsherbergja.
Þegar tuttugu mínútur voru eftir skoraði Halldór Fannar Júlíusson með skoti sem fór í varnarmann og inn og allt stefndi í að
Völsungur færi með sigur af hólmi.
Tindastólsmenn lögðu hins vegar ekki árar í bát og markvörðurinn Gísli Eyland Sveinsson minnkaði muninn eftir að brotið hafði
verið á Róberti Jóhanni Haraldssyni, spilandi þjálfara liðsins.
Á 93.mínútu skoraði Dejan Djuric síðan jöfnunarmark Tindastóls með skalla en það var síðasta snerting leiksins.
Lokatölur 2-2 og hafa Tindastólsmenn fjögur stig
Athugasemdir