03. apr
Vlsungur fengu thluta r ferajfnunarsji.rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 175 - Athugasemdir ( )
Síðastliðinn mánudag fengu íþróttafélög greitt úr
ferðajöfnunarsjóði ríkisins alls 30.000.000 en styrkir er veittir til ferða á löggilt íslandsmót. Ekki voru veittir styrkir til skemmri ferða en 150 km þannig að allar ferðir á Eyjafjarðarsvæðið voru ekki styrkhæfar
og einnig voru tvær fyrstu ferðir ekki styrkhæfar.
Alls fengu
deildir Völsungs rúm 843.000 í þessari úthlutun sem greiðist inn á reikning viðkomandi deilda. ,,Þó svo að þetta sé ekki hátt hlutfall af kostnað við ferðalög þá munar um hverja krónu sem
við náum inn og í ljósi þess að peningar til úthlutunar verða 60.000.000 árið 2008 og 90.000.000 árið 2009 gerum við okkur
vonir um að finna verulega fyrir þessu á komandi árum” segir á heimasíðu Völsungs.
Athugasemdir