11. maí
Völsungur fćr leikmann ađ láni frá ŢórÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 495 - Athugasemdir ( )
Á Völsungssíðu Ingvars Björns segir að karlalið félagsins hafi fengið leikmann að
láni frá Þór. Kristján Steinn Magnússon heitir hann og er fæddur árið 1990. Hann hefur spilað 25 meistaraflokksleiki fyrir
Þór í deild og bikar og skorað í þeim 5 mörk.
Kristján er örfættur kantmaður og spilaði síðasta sumar 16 deildarleiki þar sem hann skoraði 4 mörk og tók þátt í einum bikarleik.
Kristján kemur til með að auka breiddina á hópnum og einnig eykur hann enn frekar samkeppnina um stöðu í liðinu. Hann verður þó ekki með gegn Fjarðabyggð um helgina en hans fyrsti leikur gæti orðið gegn ÍH á Ásvöllum 21.maí
Athugasemdir