Völsungur áfram í VÍSAbikarnumÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 486 - Athugasemdir ( )
Völsungssíða þeirra Ingvars Björns og Rafnars Orra segir svo frá leiknum:
Jóhann Kristinn gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik en Hafþór Mar,
Einar Már og Stefán Jón komu inn fyrir Aðalstein, Arnþór og Jón Hafstein sem var fjarverandi í kvöld þar sem hann á von á
barni hvað á hverju. Liðið átti harm að hefna gegn Dalvíkingum en Völsungur tapaði fyrir þeim, 3-0, fyrr í vetur er liðin áttust
við í Lengjubikarnum.
Strákarnir voru fljótir að svara eftir slaka frammistöðu í síðasta leik. Hinn ungi og efnilegi Hafþór Mar Aðalgeirsson kom okkar
mönnum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Elfar Árni Aðalsteinsson bætti svo við öðru markinu eftir hálftíma leik en hann slapp
inn fyrir vörn heimamanna eftir frábæra sendingu frá Sveinbirni Má. Fleiri voru mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan 0-2 Völsung í
vil.
Dalvíkingar fóru að sækja í sig veðrið í síðari hálfleik en heimamenn minnkuðu muninn úr vítaspyrnu eftir um
klukkutímaleik. Elfar Árni Aðalsteinsson var sendur af velli eftir að hafa nælt sér í tvö gul spjöld þegar korter var eftir af leiknum en
okkar menn kláruðu leikinn einum færri og eru þar með komnir áfram í Visa-bikarnum. Lokatölur 1-2.
Þeir verða svo með nánari umfjöllun um leikinn síðar í kvöld þegar Ingvar Björn hefur skilað sér í bæinn.
Athugasemdir