Völsungstelpur rúlluđu aftur yfir Sindra.

Völsungsstelpurnar léku í dag annan leik viđ Sindra frá Hornafirđi á rúmum sólarhring og sigruđu 7-0 eftir ađ hafa veriđ 4-0 yfir í hálfleik. Ţar međ eru

Völsungstelpur rúlluđu aftur yfir Sindra.
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 244 - Athugasemdir ()

Hafrún skorađi tvö mörk í dag.
Hafrún skorađi tvö mörk í dag.

Völsungsstelpurnar léku í dag annan leik við Sindra frá Hornafirði á rúmum sólarhring og sigruðu 7-0 eftir að hafa verið 4-0 yfir í hálfleik. Þar með eru þær búnar að spila heimaleikina í riðlinum en eiga eftir tvo leiki á útivöllum. Sá fyrri er gegn Hetti á Egilsstöðum nk. sunnudag og sá síðari á Norðfirði föstudaginn 22.ágúst þar sem spilað verður á móti Fjarðabyggð/Leikni. Staðan í riðlinum er þannig að Völsungar og Höttur eru efst og jöfn með 25 stig en Völsungur hefur miklu mun betri markatölu.

 

 

640.is hitti Jóhann Kr. Gunnarsson þjálfara Völsungs að máli eftir leikinn og sagði hann þessa tvo leiki við Sindra (í dag og í gær) hafa komið þeim dálítið á óvart. “Eiginlega erum við mest undrandi á máttleysi Sindraliðsins þar sem þær voru í baráttunni um sæti í úrslitum alveg fram að leiknum í gær. Þær gjörsamlega hlamma sér á rassgatið í stöðunni 3-0 í gær og höfðu eiginlega ekki staðið upp ennþá í hádeginu í dag.

 

Fyrri hálfleikur í gær var náttúrulega óskaplega slakur hjá okkur og því varnokkuð jafnræði með liðunum. Við náðum engu spili og ógnunin var nánastengin. Nokkur færi litu dagsins ljós en aðeins eitt mark. Það sjá allir aðeitthvað stórkostlegt hefur gerst í seinni hálfleiknum því þar setjum viðnáttúrulega tíu mörk sem er heldur sjaldgæft. Fínar sóknir og á köflum ágætisspil skilaði okkur því stærsta sigrinum í sumar.

Leikurinn í dag var fyrirfram nokkuð erfiður þar sem tveir leikir á tveim dögum ernáttúrulega svo glórulaust að það tekur engu tali. Tímasetningin er svoeitthvað sem gæti ratað í áramótaskaupið. Einnig er alltaf erfitt að komaút í leik þar sem andstæðingurinn hefur engu að tapa. Við vorum bara ákveðiní að taka vel á þessu liði og rúlla því aftur upp. Það myndi hjálpa okkurmikið að hífa enn frekar upp markatöluna hjá okkur fyrir rimmuna við Hött.

Við byrjuðum ágætlega þó ákveðnin hafi farið svolítið útí fljótfærni semorsakaði nokkuð hikstandi spil. Við leituðum of mikið að síðustu sendingunniog fyrir vikið vorum við taka allt of langar sendingar of snemma. Þetta varðbara til þess að við fórum í langa spretti og kapphlaup um boltann sem varekki alveg á dagskránni í öðrum leik á jafnmörgum dögum. Sem betur fer náðumvið að líta betur upp um miðjan fyrri hálfleik og fara að láta boltann rúlla. Fín mörk eftir fínt spil skilaði okkur 4-0 í hálfleik og leikurinn í raun búinn.

Líklega var þreytu, og því að menn voru orðnir frekar saddir, um að kenna aðvið byrjuðum nánast ekkert í seinni hálfleik.Spilið okkar var þunglamalegtog lítið og við hleyptum þeim bara inní leikinn aftur. Sem betur fer er hópurinn okkar orðinn stærri og sterkari og því var gaman að sjá liðið lifna aðeins við á ný eftir nokkrar skiptingar. Þrjú mjög góð mörk í seinni hálfleik tryggði okkur mikilvæg stig og setti okkur á toppinn í riðlinum með jafnmörg stig og Höttur en tuttugu og tvö fleiri mörk í plús.

Ég er bara mjög ánægður með að vinna Sindra 18-0 í tveim heimaleikjum ogauðvitað mjög stoltur af liðinu. Þær hafa æft vel undanfarið og leggja mikiðá sig og nú er bara kominn tími á að nota sér það og uppskera almennilega.

Elva Mary, nýi leikmaðurinn okkar, kemur geysilega sterk inn og skapar mikiðöryggi í kringum sig. Hún sýndi sérstaklega í dag að hún styrkir hópinn okkar alveg gríðarlega.

Framhaldið er auðvitað mjög spennandi. Algjör úrslitaleikur á sunnudaginn næsta gegn Hetti á Egilsstöðum en jafntefli eða sigur í þeim leik þýðir bara að við erum í mjög góðri aðstöðu fyrir síðasta leikinn gegn Fjarðabyggð/Leikni. Auðvitað vonast ég til að menn taki sunnudagsbíltúrinn austur og hvetji stelpurnar til sigurs. Bæði liðin vita að 2.sætið í riðlinum þýðir að ÍR verða andstæðingarnir í úrslitunum. ÍR er með yfirburðalið í A-riðlinum svo það er auðvitað ekki óskastaða að mæta þeim.

Við höfum alla burði til að taka Hött á sunnudaginn og auðvitað kemur ekkert annað en sigur til greina. Eftir riðilinn förum við svo að spá í úrslitaleikina en í raun erum við ekkert að velta þeim fyrir okkur strax. Fyrst þarf að klára þennan riðil með sigri og svo spáum við í framhaldið” sagði Jói Kr. sem vildi að lokum þakka Völsungum kærlega fyrir að mæta á leikina og styðja við bakið á þeim þrátt fyrir glórulausar tímasetningar. Það sé ekki spurning að stuðningur úr brekkunni hjálpar stelpunum mikið í baráttunni.

 

Í leiknum í dag skoruðu þær Hafrún Olgeirsdóttir og Harpa Ásgeirsdóttir tvö mörk hvor og þær Anna Elísabet Helgadóttir, Guðlaug Sigríður Magnúsdóttir og Helga Björg Pálmadóttir eitt mark hver. Á myndinni hér að ofan fylgist Helga Björg með boltanum sem skömmu síðar lá í markinu og staðan orðin 7-0.

 

 

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ