Vlsungsstlkur unnu riilinn og eru komnar undanrslit.rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 244 - Athugasemdir ( )
Völsungur stendur uppi sem sigurvegarar í B-riðli 1.deildar kvenna eftir stórsigur á Fjarðarbyggð/Leikni í gærkveldi. Leikurinn fór fram á Norðfjarðarvelli og burstuðu okkar stúlkur leikinn með ellefu mörkum gegn einu marki heimasúlkna.
Mörk Völsungs skorðu þær Hafrún Olgeirsdóttir sem skoraði fjögur mörk, Berglind Ósk Kristjánsdóttir með þrjú mörk og þær Guðlaug Sigríður Magnúsdóttir, Harpa Ásgeirsdóttir og Unnur Erlingsdóttir með eitt mark hver. Heimastúlkur gerðu svo eitt sjálfsmark.
Eins og áður segir sigraði Völsungur riðiðlinn, endaði með 31 stig, stelpurnar skoruðu 61 mark en fengu á sig 9. Höttur varð í öðru sæti með 28 stig og Sindri í því þriðja með 15 stig.
Hafrún Olgeirsdóttir var markahæst í riðlinum, skoraði 18 mörk og Berglind Ósk Kristjánsdóttir kom næst með 16 mörk.
Völsungsstúlkurnar eru því komnar í undanúrslit og mæta þar suðurnesjaliðinu GRV í tveim leikjum. Fyrri leikurinn er á útivelli laugardaginn 30. ágúst en sá síðari á Húsavík þriðjudaginn 2. september.
Hafrún markadrottning B-riðils 1. deildar kvenna 2008.
Myndina af Gullu Siggu tók Hilmar Valur Gunnarsson.
Athugasemdir