05. apr
Vlsungsstlkur unnu Fjararbygg 6-1.rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 184 - Athugasemdir ( )
Völsungsstúlkur gerðu góða ferð austur á Reyðarfjörð í dag þar sem þær unnu Fjarðarbyggð 6-1 í Lengjubikarnum. Leikurinn fór fram Fjarðarbyggðarhöllinni og var fyrsti leikur Völsunga í keppninni en þær spila í 2. riðli C-deildar.
Mörk Völsunga skoruðu þær Gígja Valgerður Harðardóttir, Guðlaug Sigríður Magnúsdóttir, Berglind Ósk Kristjánsdóttir og Harpa Ásgeirsdóttir eitt hver og Hafrún Olgeirsdóttir tvö mörk.
Athugasemdir