Völsungsstúlkur töpuđu í undanúrslitum

Völsungur mćtti ÍA í undanúrslitum C-deildar Lengjubikarsins fyrr í dag. Um hörkuspennandi leik var ađ rćđa og var allt í járnum í leiknum. ÍA stúlkur

Völsungsstúlkur töpuđu í undanúrslitum
Íţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 483 - Athugasemdir ()

Jana Björg Róbertsdóttir
Jana Björg Róbertsdóttir

Völsungur mætti ÍA í undanúrslitum C-deildar Lengjubikarsins fyrr í dag. Um hörkuspennandi leik var að ræða og var allt í járnum í leiknum. ÍA stúlkur höfðu þó betur en þær unnu 1-0 eftir framlengdan leik.

Byrjunarlið Völsungs var sem hér segir: Anna Jónína Valgeirsdóttir, Elma Rún Þráinsdóttir, Jana Björg Róbertsdóttir, Ásrún Ósk Einarsdóttir, Anna Halldóra Ágústsdóttir, Heiðdís Hafþórsdóttir, Berglind Jóna Þorláksdóttir, Helga Björk Heiðarsdóttir, Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir, Ruth Ragnarsdóttir og Þórunn Birna Jónsdóttir.

Á bekknum sátu Anna Guðrún Sveinsdóttir, Guðný Björg Barkardóttir, Dagbjört Ingvarsdóttir, Jóney Ósk Sigurjónsdóttir, Kristín Lára Björnsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Berglind Ólafsdóttir.

Skagastúlkur höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik. Stjórnuðu spilinu en Völsungsstúlkur lágu aftur og vörðust af krafti. Reyndu að beita skyndisóknum en lítið gekk á síðasta þriðjungi vallarins. Skagastúlkum tókst þó ekki að brjóta vörn Völsungs á bak aftur og var Anna Jónína í markinu vandanum vaxin þegar skot gestanna utan af velli rötuðu á markið.

Völsungur gerði fjórar breytingar í hálfleik. Anna Guðrún kom inn fyrir Önnu Jónínu, Dagbjört inn fyrir Berglind Jónu, Jóney inn fyrir Heiðdísi og Guðný Björg kom inn fyrir Þórunni. Völsungar fóru meira að stýra leiknum og vinna í því að halda boltanum innan liðsins. Þær pressuðu ÍA ofar á vellinum og mættu þeim mun framar. Hvorugu liðinu tókst þó að skapa sér afgerandi færi en varnarleikurinn var sterkur. Það hættulegasta sem kom frá Völsungum voru tvö skot Ruthar Ragnarsdóttur en markvörður gestanna sá við henni í bæði skiptin, í það fyrra tókst henni að blaka honum rétt yfir slánna. 90 mínútur liðu og var staðan enn markalaus.

Völsungur byrjaði framlenginguna mun betur og fóru fyrstu mínútur hennar fram á vallarhelmingi gestanna. Aldrei tókst þó að opna vörnina upp á gátt og fá dauðafæri en hálffæri má segja að hafi verið saga leiksins. Rétt undir lok fyrri hálfleiks skoruðu ÍA-stúlkur svo eina mark leiksins. Fyrirgjöf frá hægri kanti og skalli sóknarmanns í fjærhornið. Völsungsstúlkum tókst að opna vörn gestanna aðeins mínútu síðar en Ruth átti þá skot framhjá markinu. Lítið markvert gerðist í seinni hálfleik framlengingar og niðurstaðan því 0-1 tap. Tvær skiptingar voru gerðar í seinni hálfleik framlengingar, Kristín Lára og Sonja Sif komu inn fyrir Sigrúnu Lilju og Ásrúnu Ósk.

Það var margt jákvætt í leik liðsins, þá sérstaklega varnarleiknum en varnarlínan spilaði ótrúlega vel í dag. Gáfu fá færi á sér og voru öruggar í sínum aðgerðum. Leikur liðsins getur þó tekið framförum og mega þær fara ítarlega í saumana á sendingum sínum, þá sérstaklega þegar framar á völlinn er komið. Fyrsti leikur liðsins í Íslandsmóti er eftir tvær vikur en í 1.umferð munu þær mæta Fram á útivelli.


Dagbjört Ingvarsdóttir


Guðný Björg Barkardóttir


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ