Völsungsstúlkur skoruđu sjö mörk í gćr.Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 186 - Athugasemdir ( )
Völsungur tók á móti Fjarðarbyggð/Leikni í 1. deild kvenna B-riðli í gær. Kalt og blautt var á Húsavíkurvelli eins og undanfarna daga en stelpurnar létu það ekki á sig fá.
Það er skemmst frá því að segja þær gjörsigruðu andstæðingana 7-1 og skoruðu þær Hafrún Olgeirsdóttir og Berglind Ósk Kristjánsdóttir tvö mörk hvor. Andrea Kjartansdóttir, Harpa Ásgeirsdóttir og Helga Björg Pálmadóttir skoruðu eitt mark hver gestirnir skoruðu sitt mark úr vítaspyrnu seint í leiknum.
Eftir fimm umferðir eru Völsungar efstir með 12 stig líkt og Höttur en með miklu betri markatölu. Stöðuna í riðlinum er hægt að sjá hér
Líkt og oft áður var Halli Sig á vellinum með Canoninn og myndir úr leiknum er hægt að skoða hér.
Athugasemdir