Völsungsstrákar enn á toppnum og vel ađ ţví komnir

Meistaraflokkur karla mćtti Leikni F. í dag á Húsavíkurvelli í sól og stakri blíđu. Leikurinn endađi međ tveimur mörkum Völsunga gegn einu Leiknismarki.

Völsungsstrákar enn á toppnum og vel ađ ţví komnir
Íţróttir - Hjálmar Bogi Hafliđason - Lestrar 310 - Athugasemdir ()

Halldór međ súkkulađiskóinn úr Heimabakaríi
Halldór međ súkkulađiskóinn úr Heimabakaríi

Meistaraflokkur karla mætti Leikni F. í dag á Húsavíkurvelli í sól og stakri blíðu. Leikurinn endaði með tveimur mörkum Völsunga gegn einu Leiknismarki. Það var góð mæting í brekkuna og áhorfendur studdu vel sína stráka. Völsungar byrjuðu vel og voru betra liðið.

 

Leikurinn var skemmtilegur og fór vel fram. Leiknismenn börðust vel og stóðu nokkuð í Völsungum. Varnarlína Völsunga var þétt og góð. Völsungar áttu góðar sóknir og vantaði gjarnan herslumuninn að fá fleiri mörk í leikinn. Strákanir spiluðu boltanum vel sín á milli og sýndu góða einbeitingu. Elvar Árni skoraði fyrir Vöslunga á ´34 mínútu eftir harða sókn Völsunga að marki Leiknismanna. Leiknismenn jöfnuðu leikinn á ´78. Völsungar fengu víti á ´87 mínútu og skoraði Boban Jovic örugglega út því. Halldór Júlíusson var valinn maður leiksins og hlaut súkkulaðiskóinn í verðlaun.

 

Völsungur eru því enn á toppi riðilsins enda vel að því komnir. Næsti leikur þeirra er útileikur við Einhverja á Vopnafirði næstkomandi helgi.

Markaskorarinn Elfar Árni ásamt Óðni Ómarssyni markverði Leiknis. Óðinn hefur leikið með Völsungum í yngri flokkum en þá sem útileikmaður. Hann er sonur Ómars Gunnnars og Stellu í Sólbrekkunni.

Vítaskyttan Boban á fleygiferð gegn Leikni.

Ljósmyndirnar úr leiknum tók Hafþór Hreiðarsson en Hjálmar Bogi myndina af manni leiksins Halldóri Fannari Júlíussyni.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ