30. maí
Völsungsstelpurnar úr leik í VISA bikarnum.Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 193 - Athugasemdir ( )
Völsungar tóku á móti Þór/KA í VISA bikar kvenna á Húsavíkurvelli í gærkveldi. Guðlaug Jónsdóttir skoraði fyrir Völsunga í lok fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 í hálfleik.
Völsungstúlkur stóðu sig mjög vel í leiknum og lið Þórs/KA, sem spilar í efstu deild, náði ekki að jafna fyrr en á 93 mínútu leiksins með marki Bojonu Besics. Jafnt var því að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Það var svo Rakel Óla Sigmundsdóttir sem skoraði sigurmark gestanna á 108 mínútu leiksins og mætir Þór/KA Hetti frá Egilsstöðum í næstu umferð.
Athugasemdir