Vlsungsstelpur sigruu 5-1rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 254 - Athugasemdir ( )
Stelpurnar í meistarflokki Völsungs sigruðu Fjarðarbyggð/Leikni 5-1 í Fjarðarbyggðarhöllinni sl. laugardag.
Mörk Völsunga í leiknum skoruðu Helga Björg strax á 1. mínútu en í upphafi seinni hálfleiks (50. mín) skoraði Fjarðarbyggð. Hafrún skoraði svo á 55. mín. og aftur á 82. mín og þær Harpa á 87. mín og Berglind á 88. mín.
Leikurinn var í B-riðli 1. deildar kvenna og kom Jóney Ósk Sigurjónsdóttir, sem er einungis 14 ára, við sögu í honum en að öllu jöfnu spilar hún með 4. flokki. Hún spilaði einnig með 3. flokki gegn Tindastóli á dögunum og skoraði þar eitt mark. Myndir úr þeim leik er hægt að skoða á síðu Halla Sig
Þá spiluðu 3. flokkur drengja gegn Haukum á laugardaginn og lauk leiknum með sigri Völsunga, 6-1. Halli var einnig mættur þar og myndir frá þeim leik er hægt að skoða hér.
Athugasemdir