Völsungssigur á FellavelliÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 471 - Athugasemdir ( )
Völsungar héldu sigurgöngu sinni í Lengjubikarnum í gær þegar þeir sóttu Hattarmenn heim en leikið var á Fellavelli í nístingskulda. Ekki mátti þó miklu muna að leikurinn endaði á jafntefli því þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma var staðan markalaust jafntefli. En Arnþór Hermannsson sá til þess að Völsungarnir færu með stigin þrjú norður er hann skoraði á 94 mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Stefán Björns Aðalsteinssonar.
Eftirfarandi umfjöllun um leikinn er fengin af heimasíðurnni www.123.is/volsungur
Það var mikill kuldi á Egilsstöðum er Völsungur heimsótti Hött
í þriðju umferð Lengjubikarsins í kvöld. Leikurinn fór fram undir berum himni á Fellavelli í nístingskulda eins og áður kom
fram. Leikmenn voru lengi að finna taktinn og var leikurinn ekki mikið fyrir augað. Hrannar Björn lét til sín taka í sókninni hjá okkar mönnum
og var ófeimin við að láta vaða á markið en til gamans má geta að í marki Hattarliðsins stóð enginn annar en Sveinbjörn
Grímsson sem spilaði með Völsungsliðinu í fyrra sumar. Steinþór þurfti einu sinni að láta til sín taka í fyrri
hálfleik og varði með tilþrifum en lítið var annars um hættu fyrir framan mark Völsungs. Undir lok fyrri hálfleiks komst Hrannar í gegn eftir
sendingu frá Bjarka og var felldur innan vítateigs en ekkert var dæmt. Vafasöm ákvörðun dómarans en það sást greinilega að Hrannar
var sparkaður niður. Fyrri hálfleik lauk svo í kjölfarið og markalaust í frostinu fyrir austan er blásið var til leikhlés.
Síðari hálfleikur fór rólega af stað og lítið gerðist þar til á 65 mínútu en þá barst boltinn inn fyrir
vörn Hattar eftir klaufagang í vörn heimamanna, þar var Hrannar Björn réttur maður á réttum stað en Sveinbjörn Grímsson varði
vel í markinu. Völsungur sótti mikið undir lok leiksins og markið lá í loftinu. Þegar að komið var á 94 mínútu leiksins kom
loks markið góða. Þar var að verki Arnþór Hermannsson en hann skoraði af stuttu færi eftir góðan undirbúning Stefáns sem
hafði komið inn á fimm mínútum áður. Gríðarlega sætur sigur og liðið enn með fullt hús stiga eftir þrjár
umferðir.
Á heimasíðunni www.123.is/volsungur er einnig að finna viðtal við Sveinbjörn Má Steingrímsson sem kom inn á í gærkveldi. Þetta var hans fyrsti leikur frá því síðasta sumar en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Viðtalið má lesa hér
Athugasemdir