Völsungsleikskráin: Fyrirliđar Völsungs Hrannar Björn & HarpaÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 454 - Athugasemdir ( )
Fyrirliðar Völsungs, Hrannar Björn Steingrímsson og Harpa Ásgeirsdóttir skrifuðu pistla í Völsungsleikskránna sem gefin var út í gær. Hér fyrir neðan má lesa pistlanna þeirra en báðir meistaraflokkar Völsungs spila sína fyrstu leiki á Húsavíkurvelli um helgina.
Jæja, þá er komið að stundinni sem maður hefur beðið eftir í alltof langan tíma. Fyrsti alvöru heimaleikur sumarsins er á
laugardaginn þegar Gróttumenn koma í heimsókn. Fyrsti deildarleikur gegn KF setti vissulega tóninn og máttum við alveg hysja upp um okkur brækurnar
eftir að hafa hreinlega ekki mætt til leiks á Dalvík í bikarnum um daginn. Í framhaldinu héldum við til Hveragerðis þar sem við hirtum
sömuleiðis öll þrjú stigin og erum nú með fullt hús stiga, virkilega sætur sigur þar. Nú á laugardag örkum við loksins
frá sundlauginni og yfir þjóðveginn þar sem við vonumst til þess að sjá alla alvöru Völsunga tilbúna til þess að taka
þátt í þessu ævintýri sem bíður okkar í sumar því eins og allir vita skiptir stuðiningurinn gríðarlegu
máli. Ég held ég tali fyrir alla í hópnum þegar ég segi að enginn okkar væri í þessu ef enginn væri mættur í
brekkuna til þess að styðja við bakið á okkur. Nýju leikmennirnir okkar hafa fallið vel inn í hópinn og komið með gæði inn
í þetta sem munu klárlega nýtast okkur vel í sumar. Við fengum til liðs við okkur serbana Marko Blagojevic og Dejan Pesic sem og slóvenska
undrið Tine Zornik. Einnig snéri Jóhann Páll aftur á gömlu vík eftir að hafa eytt hluta af vetrinum í Afríku við
hjálparstörf. Hópurinn er skipaður mjög ungum strákum í bland við eldri og reynslumeiri menn sem vonandi geta miðlað einhverri þekkingu til
yngri leikmannanna. Við fengum nýjan þjálfara í haust eftir þrjú góð ár með Jóhanni Kristni og tvö með Guðna
Rúnari og þökkum við þeim fyrir sín störf. Dragan Stojanovic tók við liðinu og mun sjá um að stýra hópnum í
rétta átt með nýjum og breyttum áherslum. Eins og allir vita hafa Rafnar Orri og Ingvar Björn, kannski betur þekktir sem kóngarnir á
123.is/volsungur staðið frábærlega að umfjöllun um okkur strákana í gegnum árin. Þeir hafa nú ákveðið að bæta
enn frekar í og sameinuðust Haffa Hreiðars hjá 640.is en þeir þrír ásamt Bjarka Breiðfjörð ætla að sjá um að
umfjöllunin í sumar verði með besta móti bæði hjá karla og kvennaliðinu. Líkt og vonandi flestir hafa tekið eftir þá kalla
þeir sig Græna herinn. Það eru ekki mörg félög á Íslandi sem geta montað sig af því að hafa svona toppmenn innan sinna
raða og ég hef enga trú á öðru en að liðin sýni þakklæti sitt með því að standa sig á vellinum í sumar.
Svona hlutir geta haft gríðarleg áhrif og þessir meistarar eiga mikið lof skilið fyrir það sem þeir eru að gera. Um leið og ég
óska ykkur gleðilegs fótboltasumars vonast ég til að sjá sem flesta í brekkunni á öllum okkar heimaleikjum í sumar. Áfram
Völsungur!
- Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson, fyrirliði Völsungs
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Jæja þá er fótboltasumarið loksins farið af stað, allt erfiði vetursins loksins farið að skila sér í að gera það sem
okkur finnst skemmtilegast, að spila fótbolta. Veturinn hjá okkur stelpunum er búinn að vera nokkuð góður, við höfum æft vel
við þær aðstæður sem hér eru í boði, hlaupið, lyft og sparkað í bolta. Liðið er nánast eingöngu byggt á
uppöldum Völsungum og er meðalaldur liðsins ekki hár. Nokkrar ungar og efnilegar stelpur munu koma til með að stíga sín fyrstu skref í
meistaraflokki í sumar og verður spennandi að fylgjast með þeim.
Fyrsti leikur sumarsins er búinn og því miður endaði hann ekki eins og við vildum. Nú er því kominn tími á fyrsta deildarsigur
sumarsins og til að aðstoða okkur við það væri gaman að sjá sem flesta í brekkunni og starta þessu fót- boltasumri almennilega. Við
höfum lagt mikla vinnu og tíma í æfingar í vetur og höfum mikinn metnað fyrir því sem við erum að gera, við ætlum okkur að
sjálfsögðu sigur í hverjum leik og því er nauðsynlegt að finna fyrir stuðningi frá bæjarbúum. Fjölmennum á völlinn
í sumar og myndum alvöru stemningu!
- Harpa Ásgeirsdóttir, fyrirliði Völsungs
Athugasemdir