Völsungar unnu Mćrusigur

Völsungar tóku á móti ÍH frá Hafnarfirđi á Húsavík síđasta laugardag í dúndurmögnuđu veđri. Mikiđ var um manninn í brekkunni en mikill fjöldi fólks var í

Völsungar unnu Mćrusigur
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 567 - Athugasemdir ()

Haukur Hinriksson mađur leiksins.
Haukur Hinriksson mađur leiksins.

Völsungar tóku á móti ÍH frá Hafnarfirði á Húsavík síðasta laugardag í dúndurmögnuðu veðri. Mikið var um manninn í brekkunni en mikill fjöldi fólks var í bænum sökum bæjarhátíðar er kallast Mærudagar.

Völsungar áttu harma að hefna frá fyrri leik liðanna en ÍH vann heimaleik sinn 4-2 fyrr í sumar. Það er jafnframt eini sigurleikur ÍH í deildinni hingað til.

Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og eftir um mínútu leik var Hrannar Björn Steingrímsson sloppinn í gegn og óð með boltann í teiginn og lét skotið ríða af en Sveinbjörn Ingi Grímsson í marki ÍH varði alveg stórglæsilega.

Á 9.mínútu fengu Völsungar aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn og tók Hrannar Björn spyrnuna. Boltinn fór með jörðinni og framhjá markinu en markvörður gestanna var ekki vel staðsettur og því hefði voðinn verið vís ef boltinn hefði farið á markið.

Hitastigið var hátt og ekki fór það vel í Davíð Atla Steinarsson, leikmann ÍH. Á 13.mínútu lenti hann í samstuði við Halldór Fannar Júlíusson sem lá eftir og eftir orðaskipti við Sveinbjörn Má Steingrímsson tók Davíð þá heimskulegu ákvörðun að ýta Sveinbirni í grasið. Verðskuldað rautt spjald og róðurinn orðinn virkilega þungur fyrir Hafnfirðinga.

Völsungar sóttu mikið meira eftir þetta og átti Hrannar Björn skot úr þröngu færi sem Sveinbjörn í marki ÍH náði rétt að verja með fætinum útaf. Hrannar hafði skömmu áður átt fyrirgjöf á Elfar Árna Aðalsteinsson sem skaut boltanum yfir markið frá markteig.

Á 35.mínútu brutu heimamenn þó ísinn. Eftir laglega sókn fékk Hrannar boltann á hægri kantinum og gaf fyrir. Boltinn féll slysalega með Ármanni Gunnlaugssyni sem nýtti sér það vel og vippaði boltanum skemmtilega yfir markvörðinn. 1-0 fyrir Völsunga og forystan virkilega verðskulduð.

Aðeins mínútu síðar fengu þeir kjörið tækifæri til þess að bæta við en Elfar Árni elti langan bolta innfyrir og kom boltanum framhjá Sveinbirni markverði sem var kominn langt út fyrir teig. Elfar lék á varnarmann áður en hann skaut að marki en boltinn sveif rétt framhjá stönginni fjær.

1-0 fyrir Völsunga í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum slökuðu heimamenn fullmikið á klónni og gestirnir komust oftar upp völlinn. Lítið var um færi hjá liðunum og leið leikurinn einhvern veginn áfram án teljandi frétta. Á 75.mínútu átti varamaðurinn Arnþór Hermannsson þó hörkuskot utan af velli sem Sveinbjörn Ingi í marki ÍH varði meistaralega í horn.

Völsungar gengu þó frá leiknum á 82.mínútu en þá tók títtnefndur Hrannar Björn hornspyrnu sem Haukur Hinriksson mætti í endann á og stangaði í markið. 2-0 fyrir heimamenn og sigurinn í höfn.

Lokatölur því 2-0 og sigur heimamanna verðskuldaður.

Haukur Hinriksson var valinn Heimabakarís maður leiksins og hlaut tvenn gjafabréf að launum. Annað þeirra með inneign í bakaríinu og hitt fyrir marsipantertu en í tilefni Mærudaga kom það í staðinn fyrir súkkulaðiskóinn margfræga.

Haukur var sem klettur í vörninni og fór lítið framhjá honum. Halldór Fannar átti fínan leik við hlið hans og eru þeir að mynda ágætis miðvarðapar. Þetta var aðeins annar leikur Halldórs síðan hann kom frá Danmörku.

Sveinbjörn Már spilaði sinn fyrsta leik í rúmt ár og stóð sig mjög vel. Hann hljóp þangað til hann var búinn og vel meira en það. Með honum kemur mikill kraftur í liðið og barátta. Sindri Ingólfsson kom inn á fyrir Sveinbjörn í restina en það var fyrsti KSÍ leikur Sindra fyrir Völsung. Við óskum honum innilega til hamingju með það.

Hrannar Björn átti góðan leik og fór mikinn í sóknaraðgerðum okkar. Lagði upp bæði mörk liðsins og virkilega sterkt að hann sé kominn aftur á ról. Góður 2-0 sigur þótt liðið hafi oft sýnt meira en á laugardag.

Ármann Örn kom þeim grænu á bragðið.

Hér skorar Haukur síðara mark Völsungs.

Því er að sjálfsögðu fagnað.

Hrannar Björn átti góðan leik.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ