Vlsungar tryggu sr rija sti

Vlsungar tryggu sr endanlega rija sti 2. deild karla me sigri H Hsavkurvelli dag. etta var sasti heimaleikur lisins sumar og einn

Vlsungar tryggu sr rija sti
rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 460 - Athugasemdir ()

Aron Bjarki Jsepsson.
Aron Bjarki Jsepsson.

Völsungar tryggðu sér endanlega þriðja sætið í 2. deild karla með sigri á ÍH á Húsavíkurvelli í dag. Þetta var síðasti heimaleikur liðsins í sumar og einn leikur eftir. Gegn Hvöt á Blönduósi að viku liðinni. En sem sagt sjöundi sigurleikurinn í röð og strákarnir búnir að vera á mikilli siglingu nú seinni hluta sumars. Jói og Guðni Rúnar eru greinilega að gera góða hluti með þetta lið og vonandi mæta strákarnir allir grænklæddir til leiks þegar nýtt tímabil gengur í garð.  

66 árgangurinn er með fermingarbarnamót um helgina og litu við á vellinum

 

 

 

Umfjöllun Ingvars Björns um leikinn sem birtist á Völsungssíðu hans og Rafnars Orra er eftirfarandi:

Völsungur tók á móti ÍH á Húsavíkurvelli í dag en Húsavík skartaði ófögrum þokubakka í dag. Í stuttu máli um leikinn má segja að hann hafi verið afar tíðindalítill. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af miklu miðjuþófi og löngum sendingum. Eftir eina slíka snemma leiks sluppu gestirnir í gegn en framherji þeirra átti laflausa táspyrnu langt til hliðar við markið sem varla dreif út fyrir endalínuna. Illa farið með gott færi.

Heimamenn pirruðu sig mjög á því hversu illa gekk að brjóta vörn gestanna á bak aftur og vantaði betri sendingar á síðasta þriðjungnum. Þeirra besta færi í fyrri hálfleik fékk Hrannar Björn Steingrímsson eftir fyrirgjöf frá bróður sínum Hallgrími en skot hans utarlega úr teignum hægra megin sveif yfir markið. 0-0 var staðan í afar bragðdaufum fyrri hálfleik.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleik af krafti en Bjarki Baldvinsson átti skot framhjá úr þröngu færi á upphafsmínútunni eftir fínan undirbúning bræðranna Hallgríms og Hrannars. Eins og í fyrri hálfleiknum var lítið í kortunum framan af þeim seinni en á 64.mínútu leit fyrsta markið dagsins ljós.

Hallgrímur Mar fékk þá aukaspyrnu úti á vinstri vængnum sem hann tók sjálfur inn á teig. Jón Hafsteinn Jóhannsson tók fremsta hlaupið, setti kollinn í boltann og fleytti honum áfram í fjærhornið. Laglegt mark og heimamenn komnir í 1-0.

Lítið var um færi sem talandi er um en Völsungar bættu svo við öðru marki á 86.mínútu og gerðu út um leikinn. Fínt spil upp að vítateig gestanna endaði með klafsi sem margir leikmenn blönduðu sér í. Aðalsteinn Jóhann Friðriksson náði boltanum fyrir heimamenn og sá hvar Hrannar Björn hafði beðið utan þvögunnar hægra megin í teignum og renndi boltanum til hans.

Hrannar tók sinn tíma, sem nægur var, í að leggja boltann fyrir sig áður en hann þrumaði honum yfir markvörð gestanna og í þaknetið. 2-0 fyrir Völsunga sem voru sáttir með fenginn hlut. ÍH menn bættu í sóknina í restina og reyndu að ná marki en lítið gekk að skapa alvöru færi.

Völsungar fögnuðu vel í leikslok enda 3.sæti deildarinnar þeirra með sigri. Örfáum augnablikum síðar tóku ÍH-ingar svo undir úr sínum klefa eftir að hafa fengið lokatölur úr leik Víkings og Víðis en þeir sleppa við fallið þar af leiðandi. Kampakát liðin hittust svo frammi í skúffuköku frá Heimabakarí og skáluðu fyrir sumrinu í rammsterkum djús að hætti hússins.

Spilamennskan í dag var kannski ekki það besta sem við höfum séð til strákanna í sumar en hún skilaði okkur þremur stigum. Gestunum tókst ekki að skapa mikla hættu við mark okkar og að halda hreinu er alltaf mjög gott. Sendingarnar hjá okkur í dag voru ekki nægilega nákvæmar á síðasta þriðjungnum en eins og áður var sagt, góður sigur engu að síður. Við erum sáttir með þessi þrjú stig og þau virtust aldrei í hættu, þetta var meira spurning um hvenær mark kæmi heldur en hvort. Við endum því í 3.sæti 2.deildar árið 2010, það er alveg morgunljóst en það er vonandi að við gerum það með 43 stig frekar en 40. Síðasti leikur sumarsins er um næstu helgi gegn Hvöt og vonandi mætum við bandvitlausir í þann leik, reiðubúnir til þess að klára dæmið með sigri áður en að gott frí tekur við.

 

Markaskorarinn Jón Hafsteinn í barátunni við ÍH-inga.

Hallgrímur Mar tekur hér aukaspyrnun og örskömmu síðar hafði Jón Hafsteinn skorað.

Og hér fagna þeir félagarnir gríðarlega.

Hrannar Björn lætur vaða og staðan orðin 2-0.

Annarð hvort Kolbeinn eða Geir sækir upp kantinn.

 





Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr