Völsungar tóku Magna í bakaríiđ

Völsungar tóku Magnamenn frá Grenivík í bakaríiđ í Boganum í dag ţegar liđin mćttust í B-deild Lengjubikarsins. Vöslungar sigruđu 5-0 og tryggđu

Völsungar tóku Magna í bakaríiđ
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 459 - Athugasemdir ()

Jón Hafsteinn var fyrstur á blađ.
Jón Hafsteinn var fyrstur á blađ.

Völsungar tóku Magnamenn frá Grenivík í bakaríið í Boganum í dag þegar liðin mættust í B-deild Lengjubikarsins. Vöslungar sigruðu 5-0 og tryggðu sér toppsætið í riðlinum en þetta var lokaumferðin í riðlakeppninni. Jón Hafsteinn Jóhannsson kom Völsungum á bragðið í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 í leikhlé.

Magnamenn misstu svon fljótlega mann af velli með rautt spjald á bakinum og eftirleikurinn auðveldur hjá okkar mönnum. Hrannar Björn Steingrímsson skoraði tvö mörk og þeir Bjarki Baldvinsson og Elfar Árni Aðalsteinsson eitt mark hvor.

 

Lesa má nánar um leikinn á heimasíðunni 123.is/volsungur

 

Hér má skoða lokastöðuna í 1. riðli B-deildar Lengjubikarsins.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ