Vlsungar sttu rj stig til Vopnafjarar og komnir rslitakeppnina

Vlsungar unnu gan tisigur Einherjamnnum grkveldi 3-1 og skoruu eir Rafnar Orri Gunnarsson og Aalsteinn Jhann Fririksson mrkin. Alli J me

Alli Ji skorai tv gegn Einherja.
Alli Ji skorai tv gegn Einherja.

Völsungar unnu góðan útisigur á Einherjamönnum í gærkveldi 3-1 og skoruðu þeir Rafnar Orri Gunnarsson og Aðalsteinn Jóhann Friðriksson mörkin. Alli Jó með tvö. Völsungar byrjuðu leikinn af krafti en sköpuðu sér ekki mörg færi þrátt fyrir einstefnu að marki heimamanna. Einherjamenn komu svo meira inn í leikinn þegar á leið og skoruðu fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Það gerði Sigurður Donys úr vítaspyrnu sem dæmd var á Völsunga fyrir að fella Sigurð Donys inn í teig.

 

Einherjamenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og komust Völsungar lítt áleiðis gegn sterkri vörn Einherja. Um miðjan síðari fékk leikmaður heimamanna sitt annað gula spjald og þar með rautt. Völsungar skoruðu skömmu síðar og var Rafnar Orri þar að verki. Eftir þetta virtist allt loft úr vopnfirðingum og  nýttu Völsungar sér það og setti Alli Jói tvö og lokastaðan því 3-1 fyrir Völsungum.

Með þessum sigri tryggðu Völsungar sér sæti í úrslitakeppni 3.deildar þrátt fyrir að fjórar umferðir séu ennþá eftir af riðlakeppninni. Er Völsungur annað liðið sem það gerir.

 

Þessi umfjöllun 640.is byggir á vefsíðu  Einherjamanna og því sjónarhornið vopnfirðinga.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr