05. júl
Völsungar sóttu stig til Hafnarfjarđar.Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 263 - Athugasemdir ( )
Karlalið Völsungs í knattspyrnu náði í eitt stig til Hafnafjarðar í dag. Leikið var við ÍH á Ásvöllum og komust Völsungar yfir í fyrri hálfleik með marki Bjarka Baldvinssonar. Mikael Nikulásson spilandi þjálfari hafnfirðiganna jafnaði síðan leikinn snemma í síðari hálfleik með marki úr aukaspyrnu. Skömmu síðar fékk Elfar Árni Aðalsteinsson að líta rauða spjaldið og Völsungar því manni færri það sem eftir lifði leiks. Lokatölur 1-1 og Völsungar með sex stig líkt og þrjú önnur lið í botnbaráttunni.
Á fotbolta.net má lesa ítarlegari frétt um leikinn.
Athugasemdir