Völsungar rassskelltir í GarđinumÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 534 - Athugasemdir ( )
Völsungar steinlágu suður með sjó í dag þegar þeir sóttu Víðismenn heim í Garðinn og þurfa því enn að bíða eftir fyrsta sigrinum í 2. deildinni í ár. Lokatölur leiksins voru 4-2 eftir að heimamenn komust í 4-0. Hrannar Björn Steingrímsson minkaði muninn með marki úr vítaspyrnu þegar um korter var eftir af leiknum.
Í lokin bætti Gunnar Sigurður Jósteinsson fyrirliði við einu marki en í millitíðinni hafði Andri Valur Ívarsson misnotað vítaspyrnu. Víðismenn misstu mann af velli með rautt spjald í hálfleik og léku einum færri allt þar til öðrum leikmanni þeirra var vísað af velli þegar stutt var til leiksloka og þeir því níu síðustu mínúturnar.
Ekki nýttu Völsungar sér liðsmuninn en umfjöllun Rafnars Orra um leikinn má lesa hér
Völsungssíðan valdi Sveinbjörn Má Steingrímsson mann leiksins hjá Völsungum og tóku um leið viðtal við hann sem lesa má hér
Athugasemdir