Völsungar náđu ekki ađ vinna Lengjubikarinn

Völsungar náđu ekki ađ leggja Víkingana frá Ólafsvík ađ velli í úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins sem fram fór í Boganum í dag. Völsungar voru

Völsungar náđu ekki ađ vinna Lengjubikarinn
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 387 - Athugasemdir ()

Hrannar skorađi gull af marki.
Hrannar skorađi gull af marki.

Völsungar náðu ekki að leggja Víkingana frá Ólafsvík að velli í úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins sem fram fór í Boganum í dag. Völsungar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks án þess þó að skora mark og var það því gegn gangi leiksins þegar Víkingar náðu forystunni. Leiknum lauk með sigri Víkings sem skoraði fjögur mörk en Völsungar tvö.

 

Fyrra mark Völsungs skoraði Hafþór Mar Aðalgeirsson strax í upphafi síðari hálfleiks og jafnaði þar með leikinn en Víkingar skoruðu tvö næstu mörkin. Hrannar Björn Steingrímsson skoraði síðan á lokamínútunum stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Gull af marki segir á Fótbolti.net en þar má lesa nánari lýsingu á leiknum. Víkingarnir náðu svo að setja eittmark í blálokin.

 

Hér er einnig hægt að lesa úmfjöllun www.123.is/volsungur um leikinn.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ